Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 15:38
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor langbesti maður vallarins
Guðlaugur Victor var frábær í vörn Horsens
Guðlaugur Victor var frábær í vörn Horsens
Mynd: Horsens
Elías Már skoraði í tapi
Elías Már skoraði í tapi
Mynd: Aðsend
Guðlaugur Victor Pálsson var langbesti maður vallarins er Horsens marði 1-0 sigur á Esbjerg í dönsku B-deildinni í dag.

Varnarmaðurinn var að byrja annan deildarleik sinn með Horsens síðan hann kom frá Plymouth.

FlashScore gaf Guðlaugi 8,7 í einkunn og bar hann þar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Landsliðsmaðurinn að finna sig í danska boltanum og Horsens komið aftur á toppinn með 18 stig eftir tíu leiki. Breki Baldursson var á bekknum hjá Esbjerg en kom ekkert við sögu. Esbjerg er í 6. sæti með 15 stig.

Þess má til gamans geta að Guðlaugur var á mála hjá Esbjerg frá 2015 til 2017 og því sérstök stund fyrir hann.

Bjarki Steinn Bjarkason spilaði allan leikinn hjá Venezia sem tapaði fyrir Cesena, 2-1, í B-deildinni á Ítalíu. Venezia er í 10. sæti með 5 stig eftir fjórar umferðir.

Elías Már Ómarsson var á skotskónum með Meizhou Hakka í 2-1 tapi gegn Qingdao West Coast í kínversku ofurdeildinni. Elías jafnaði leikinn fyrir Meizhou eftir rúman hálftíma áður en gestirnir gerðu sigurmarkið hálftíma fyrir leikslok.

Meizhou er í neðsta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki spilaða, en mark Elíasar má sjá neðst í fréttinni.

Júlíus Magnússon byrjaði hjá Elfsborg sem tapaði fyrir GAIS, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Sigurpálsson kom inn af bekknum, en Róbert Frosti Þorkelsson var ekki með GAIS.

Elfsborg hefur ekki unnið í síðustu fimm deildarleikjum sínum og eru nú í 8. sæti með 37 stig, sex stigum frá Evrópusæti, en GAIS í 4. sæti með 41 stig.

Daníel Tristan Guðjohnsen byrjaði í fremstu víglínu hjá Malmö sem lá fyrir Djurgården, 1-0, á heimavelli. Framherjinn fór af velli undir lok leiks.

Arnór Sigurðsson var ekki með Malmö vegna meiðsla og þá tók Mikael Neville Anderson, leikmaður Djurgården, út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Malmö er í 6. sæti með 39 stig en Djurgården í sætinu fyrir neðan með 38 stig.


Athugasemdir
banner