Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 17:06
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Kane áfram í banastuði - Kominn með 13 mörk
Harry Kane er kominn með átta mörk í deildinni!
Harry Kane er kominn með átta mörk í deildinni!
Mynd: EPA
Harry Kane er í formi lífs síns með Bayern München en hann skoraði þrennu er liðið vann Hoffenheim, 4-1, á útivelli í þýsku deildinni í dag.

Kane skoraði tvennu gegn Chelsea í miðri viku og er að leika á als oddi.

Hann skoraði þrennu í dag og það í annað sinn í deildinni eftir aðeins fjórar umferðir.

Fyrsta markið gerði hann á 44. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu á meðan hann gerði hin tvö mörk sín úr vítaspyrnu. Hann er kominn með 8 mörk í deildinni og alls 13 mörk í öllum keppnum,

Serge Gnabry gerði fjórða mark Bayern í leiknum sem er á toppnum með 12 stig.

Mainz vann Augsburg 4-1. Dominik Kohr var líflegur hjá Mainz en hann skoraði annað mark liðsins og fékk síðan að líta rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleiks.

Það kom ekki að sök og tókst Mainz meira að segja að skora tvö mörk eftir að honum var vikið af velli og fyrsti sigur deildarinnar kominn.

Hamburger SV lagði Heidenheim að velli, 2-1 og þá vann Freiburg öruggan 3-0 sigur á Werder Bremen.

Augsburg 1 - 4 Mainz
0-1 Kaishu Sano ('14 )
0-2 Dominik Kohr ('26 )
0-3 Paul Nebel ('60 )
0-4 Armindo Sieb ('69 )
1-4 Samuel Essende ('83 )
Rautt spjald: Dominik Kohr, Mainz ('53)

Hamburger 2 - 1 Heidenheim
1-0 Luka Vuskovic ('42 )
2-0 Rayan Philippe ('59 )
2-1 Adam Kolle ('90 )

Werder 0 - 3 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('33 , víti)
0-2 Junior Adamu ('54 )
0-2 Romano Schmid ('59 , Misnotað víti)
0-3 Karim Coulibaly ('75 , sjálfsmark)

Hoffenheim 1 - 4 Bayern
0-1 Harry Kane ('44 )
0-2 Harry Kane ('48 , víti)
0-3 Harry Kane ('77 , víti)
1-3 Vladimir Coufal ('82 )
1-4 Serge Gnabry ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 18 3 +15 12
2 RB Leipzig 4 3 0 1 6 7 -1 9
3 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
4 Köln 4 2 1 1 9 7 +2 7
5 St. Pauli 4 2 1 1 7 6 +1 7
6 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
7 Freiburg 4 2 0 2 8 8 0 6
8 Stuttgart 4 2 0 2 5 5 0 6
9 Hoffenheim 4 2 0 2 8 10 -2 6
10 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
11 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
12 Mainz 4 1 1 2 5 4 +1 4
13 Werder 4 1 1 2 8 10 -2 4
14 Hamburger 4 1 1 2 2 8 -6 4
15 Augsburg 4 1 0 3 7 10 -3 3
16 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
18 Heidenheim 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir