Marcus Rashford skoraði bæði mörk Barcelona í 0-2 sigrinum gegn Newcastle í Meistaradeildinni í gær.
Rashford er á láni hjá Barcelona frá Manchester United en Barca er með kaupmöguleika í samningum, hægt er að kaupa hann fyrir 26 milljónir punda.
„Eins mörg og möguleiki er á. Við sjáum til," sagði Rashford eftir leikinn þegar hann var spurður hversu mörg tímabil hann vildi spila með Barcelona.
Rashford er á láni hjá Barcelona frá Manchester United en Barca er með kaupmöguleika í samningum, hægt er að kaupa hann fyrir 26 milljónir punda.
„Eins mörg og möguleiki er á. Við sjáum til," sagði Rashford eftir leikinn þegar hann var spurður hversu mörg tímabil hann vildi spila með Barcelona.
„Ég þarf að einbeita mér að því að sinna minni vinnu og reyna hjálpa liðinu á hvaða hátt sem er."
Hansi Flick, stjóri Barcelona, segir að það hafi verið auðveld ákvörðun fyrir Barcelona að fá Rashford í sínar raðir.
„Við urðum að fá Rashford þegar tækifærið gafst. Ég ræddi við hann í aðdragandanum, sagði honum að ég vildi hann í mínu liði og ég væri ánægður með að hann væri að koma."
„Hann er framúrskarandi leikmaður að mínu mati. Liðið hjálpar honum líka. Við stjórnuðum leiknum mikið með Pedri og Frenkie De Jong, það er ekki auðvelt að pressa okkur. Það gefur framherjanum tækifæri á að finna réttu svæðin fyrir framan og aftan varnarlínu andstæðinganna. Hann er með styrk sem hann getur notað. Hraði hans, boltastjórnunin og afgreiðslurnar hans eru ótrúlegar," sagði Flick.
Athugasemdir