Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gunni Borgþórs hættur með Selfoss (Staðfest)
Kvenaboltinn
Gunni mun einbeita sér að yngri flokkunum.
Gunni mun einbeita sér að yngri flokkunum.
Mynd: Hrefna Morthens
Gunnar Borgþórsson verður ekki áfram þjálfari hjá kvennaliði Selfoss eftir að hafa rúllað yfir 2. deildina á nýliðnu tímabili.

Selfoss fór taplaust í gegnum deildartímabilið og vann alla leiki sína nema einn, sem lauk með jafntefli gegn ÍH.

Samningur Gunna við Selfoss er að renna út og ætlar hann ekki að endurnýja. Selfoss er því í leit að nýjum aðalþjálfara fyrir kvennaliðið sem mun leika í Lengjudeildinni á næsta ári.

Jóhann Bjarnason, einn af aðstoðarþjálfurum Gunnars mun einnig hætta.

„Ég er ótrúlega ánægður með allt síðasta ár, ánægður með liðið og ánægður með fólkið í kringum liðið. Ég vil sérstaklega hrósa öllum leikmönnum sem lögðu svo hart á sig og uppskáru eftir því. Nú þarf félagið og liðið að halda áfram á sömu braut og gefa í,” segir Gunnar, sem mun áfram starfa sem yfirþjálfari í yngriflokkastarfinu á Selfossi.
Athugasemdir
banner