Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: ÍA sendi KR í fallsæti - Þriðji sigurinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 0 - 4 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson ('49 )
0-2 Viktor Jónsson ('59 , víti)
0-3 Baldvin Þór Berndsen ('75 )
0-4 Haukur Andri Haraldsson ('79 )
Lestu um leikinn

ÍA er á ótrúlegu flugi en liðið vann þriðja leikinn í röð þegar Skagamenn heimsóttu Vestra í dag.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora í fyrri hálfleik en Vestri fékk besta færið þegar Vladimir Tufegdzic fékk boltann í dauðafæri en hitti ekki markið.

Vestri varð fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Fatai Gbadamosi var borinn af velli vegna meiðsla.

Gísli Laxdal Unnarsson kom Skagamönnum yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði með glæsilegu skoti. Viktor Jónsson bætti öðru markinu við fyrir Skagamenn með marki úr vítaspyrnu.

Baldvin Þór Berndsen fór síðan langt með að tryggja Skagamönnum sigurinn þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafði ekki náð að koma boltanum frá.

Haukur Andri Haraldsson innsiglaði sigur Skagamanna þegar hann skoraði eftir skyndisókn.

Þessi úrslit þýða að ÍA rífur sig upp úr fallsæti en KR dettur niður. ÍA er með 25 stig en KR með 24 og KR á leik til góða gegn KA á Akureyri á morgun. Vestri er með 27 stig í 3. sæti í neðri hlutanum.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
2.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
6.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner