Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   lau 20. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Garnacho átti sök í jöfnunarmarkinu
Mynd: EPA
Chelsea heimsækir Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enzo Maresca þjálfari svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær.

Maresca var meðal annars spurður út í Alejandro Garnacho, sem Chelsea keypti úr röðum Man Utd í sumar, og Rúben Amorim umdeildan þjálfara United.

„Leikmenn þurfa tíma til að aðlagast, það er eðlilegt ferli. Gegn Brentford gleymdi hann leikmanni í tvígang fyrir aftan sig og í seinna skiptið varð það að jöfnunarmarki," sagði Maresca, en Garnacho hefur komið við sögu í báðum leikjum Chelsea eftir félagaskiptin. Fyrst gerði Chelsea 2-2 jafntefli við Brentford og því fylgdi 3-1 tap gegn FC Bayern.

„Mér finnst Rúben Amorim frábær þjálfari. Stundum getur verið erfitt að koma sér af stað en þetta er bara byrjunin á verkefninu. Ég hef engar efasemdir um gæði hans sem þjálfara, ég byrjaði að fylgjast með honum hjá Sporting."

   19.09.2025 11:00
Maresca harður: Prófið að fara á sjóinn

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir