Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   lau 20. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Spenna í efstu deildum og undanúrslitaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem fjörið hefst klukkan 14:00 þegar Grótta mætir Víkingi Ólafsvík í undanúrslitaleik Fótbolta.net bikarsins.

Sigurvegarinn mætir Tindastóli í úrslitaleik eftir dramatísk undanúrslit í gær.

Á sama tíma hefst lokaumferð fyrir tvískiptingu í Bestu deild kvenna. Þar eru Víkingur R. og Þór/KA í harðri baráttu um síðasta lausa sætið í efri hlutanum.

Víkingur er með eins stigs forystu og tekur á móti föllnu botnliði FHL á mean Þór/KA heimsækir topplið Breiðabliks sem virðist óstöðvandi um þessar mundir.

Að lokum eigast Vestri og ÍA við í neðri hluta Bestu deildar karla. Skagamenn sitja í fallsæti sem stendur en eru með tvo sigra í röð, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Vestri er fimm stigum fyrir ofan ÍA í fallbaráttunni.

Besta-deild karla - Neðri hluti
16:05 Vestri-ÍA (Kerecisvöllurinn)

Besta-deild kvenna
14:00 Víkingur R.-FHL (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-Þór/KA (Kópavogsvöllur)
14:00 Tindastóll-FH (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Þróttur R.-Stjarnan (AVIS völlurinn)
14:00 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)

Fótbolti.net bikarinn
14:00 Grótta-Víkingur Ó. (Vivaldivöllurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner