Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
banner
   lau 20. september 2025 10:29
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Everton: Isak og Wirtz á bekknum
Florian Wirtz er á bekknum ásamt Alexander Isak
Florian Wirtz er á bekknum ásamt Alexander Isak
Mynd: EPA
Liverpool og Everton mætast í nágrannaslag í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield klukkan 11:30 í dag.

Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppnum en Everton í 6. sæti með 7 stig.

Sænski framherjinn Alexander Isak er á bekknum hjá Liverpool í dag eftir að hafa spilað klukkutíma í fyrsta leik sínum með liðinu í sigri á Atlético Madríd í vikunni.

Arne Slot, stjóri Liverpool, er að stýra álaginu á Isak sem hafði ekki byrjað leik í marga mánuði áður en hann kom til Liverpool. Hugo Ekitike er fremstur og þá kemur Conor Bradley í hægri bakvörðinn.

Miloes Kerkez snýr aftur í vinstri bakvörðinn og þá kemur Alexis Mac Allister inn á miðsvæðið í stað Florian Wirtz sem er settur á bekkinn. Tveir dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru því á tréverkinu í grannaslagnum.

David Moyes gerir aðeins eina breytingu á liði Everton. Vitalii Mykolenko kemur inn í stað Tim Iroegbunam

Liverpool: Alisson; Bradley, Konate, Van Dijk, Kerkez; Gravenberch, Mac Allister; Salah, Szoboszlai, Gakpo; Ekitike

Everton: Pickford; O’Brien, Tarkowski, Keane, Mykolenko; Gueye, Garner; Ndiaye, Dewsbury-Hall, Grealish; Beto.


Athugasemdir