Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu glæsilegt aukaspyrnumark Grimaldo - „Færi yfir Tryggva og Ragga Nat"
Mynd: EPA
Alejandro Grimaldo skoraði glæsilegt mark í 2-2 jafntefli Leverkusen gegn FC Kaupmannahöfn á Parken í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld.

Grimaldo jafnaði metin í 1-1 fyrir Leverkusen á 82. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu fáránlegt þetta er," sagði Aron Jóhannsson, sérfræðingur á SÝN Sport og leikmaður Vals.

„Þótt þú værir með Tryggva og Ragga Nat þá færi þetta yfir þá báða þótt þeir hoppi," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson á SÝN Sport en þarna vitnar hann í körfuboltamennina Tryggva Snæ Hlinason og Ragnar Nathanaelsson sem eru rúmlega 210 cm á hæð.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner