Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 16:20
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Real Madrid ákærður fyrir dreifingu á kynlífsmyndbandi
Raul Asencio
Raul Asencio
Mynd: EPA
Raúl Asencio, varnarmaður Real Madrid, þarf að mæta fyrir dóm en hann og þrír fyrrum unglingaleikmenn félagsins hafa verið ákærðir fyrir að taka upp og dreifa kynlífsmyndbandi án leyfis.

Á myndbandinu eru tvær konur en önnur þeirra var ólögráða á þeim tíma sem myndbandið var tekið upp og flokkast það sem dreifing á barnaklámi. Konurnar voru 18 og 16 ára og myndbandið tekið upp á Kanaríeyjum 15. júní 2023.

Í dag var tilkynnt um formlega ákæru frá konunum og að málið færi fyrir dóm.

Asencio, sem er 22 ára í dag, hefur sagt að hann hefði hvorki tekið þátt í upptöku né dreifingu myndbandsins og hefði aðeins „séð efnið í stutta stund“.

Real Madrid sendi frá sér yfirlýsingu á sínum tíma þar sem fram kom að lögregla hefði yfirheyrt fjóra leikmenn unglingaliðsins „í tengslum við kvörtun um meinta birtingu einkamyndbands í gegnum WhatsApp“ skilaboðakerfið.
Athugasemdir
banner