Kormákur/Hvöt tapaði í kvöld naumlega í undanúrslitaleik Fótbolta.net bikarsins gegn Tindastóli.
Lestu um leikinn: Tindastóll 3 - 1 Kormákur/Hvöt
Blönduósingar sýndu flotta frammistöðu gegn nágrönnum sínum á Sauðárkróki en lokatölur urðu þó 3-1 fyrir Tindastól, þar sem tvær vítaspyrnur og þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós. Allir þessir dómar fóru gegn Blönduósingum sem eru langt frá því að vera sáttir með dómgæsluna.
Sveinn Arnarsson, sem þeir kalla Svenna rauða, var á flautunni og dæmdi viðureignina.
„Óskum Sveini dómara og KSÍ hjartanlega til hamingju með árangurinn í kvöld. Gaman verður að sjá hvernig þetta hyski hefur hugsað sér að skemma restina af bikarmótinu, en ekki verðum við partur af því," segir í færslu frá Aðdáendasíðu Kormáks á Facebook.
„Svenni rauði 3 - Kormákur Hvöt 1"
Athugasemdir