Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   lau 20. september 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andrea Mist áfram hjá Stjörnunni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Stjörnuna, en ekki er tekið fram hversu lengi.

Andrea Mist hefur verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Stjörnunnar og frá komu sinni fyrir tæplega þremur árum síðan.

Hún er fædd 1998 og hefur tekið þátt í öllum keppnisleikjum Stjörnunnar í sumar.

„Sama treyjan, sama stoltið – stærri markmið framundan. Ég er þakklát fyrir traustið sem félagið sýnir mér og hlakka til að halda áfram að leggja mitt af mörkum, bæði innan vallar og utan,” segir Andrea um framlenginguna.


Athugasemdir
banner