Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   fös 19. september 2025 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábær tíðindi fyrir Wolves
Mynd: EPA
Jörgen Strand Larsen, framherji Wolves, hefur samkvæmt heimildum Sky Sports samþykkt nýjan samning við félagið.

Þessi 25 ára Norðmaður mun skrifa undir fimm ára samning við Úlfana með möguleika á sjötta árinu.

Wolves hafnaði tveimur tilboðum í Strand Larsen frá Newcastle í sumar, tilboð sem hljóðuðu upp á 50 milljónir punda og 55 milljónir punda.

Strand Larsen var keyptur á 23 milljónir punda í sumar en hann var á láni hjá félaginu frá Celta Vigo síðasta vetur og var kaupskykda í samningnum. Norski landsliðsmaðurinn skoraði 14 mörk í 35 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni.

Wolves hefur farið illa af stað á þessu tímabili en þrátt fyrir það hafa stjórinn og Strand Larsen samþykkt nýja samninga við félagið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner