
Góðan og gleðilegan föstudag. Á hverjum degi kíkjum við inn í slúðurheima en BBC tekur saman það helsta sem er í umræðunni. Góða helgi!
Manchester United er meðal félaga sem vilja fá serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (25) en samningur hans við Juventus rennur út næsta sumar. Atletico Madrid og Barcelona vilja líka fá hann. (La Gazzetta dello Sport)
Al-Nassr í Sádi-Arabíu vill fá miðjumanninn Casemiro (33) en samningur Brassans við Manchester United rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)
Real Madrid hefur áhuga á hollenska varnarmanninum Micky van de Ven (24) hjá Tottenham en Lundúnafélagið verðmætur hann á um 70 milljónir punda. (Ficahjes)
Inter Miami er að klára nýjan samning við Lionel Messi (38) sem kom fyrst til bandaríska MLS-félagsins 2023. (ESPN)
Ítalski kantmaðurinn Federico Chiesa (27) gæti yfirgefið Anfield í janúarglugganum og snúið aftur til heimalandsins. (Teamtalk)
Arne Slot, stjóri Liverpool, vill fá varnarmanninn Youri Baas (22) á Anfield frá Ajax. Hollendingurinn er bundinn Ajax til 2028. (Fichajes)
Króatinn Slevin Bilic gæti tekið við West Ham á ný ef félagið ákveður að láta Graham Potter fara. Nuno Espirito Santo og Sean Dyche koma einnig til greina. (TalkSport/Guardian)
Tottenham er meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á enska miðjumanninum Conor Gallagher (25) hjá Atletico Madrid. (TBR)
AC Milan hefur áhuga á danska varnarmanninum Thomas Kristensen (23) hjá Udinese. Hann var orðaður við Aston Villa í síðasta glugga. (La Gazzetta dello Sport)
Manchester United mun leyfa hollenska sóknarmanninum Joshua Zirkzee (24) að yfirgefa félagið en slóvenski landsliðsmaðurinn Benjamin Sesko (22) er orðainn fyrsti kostur í fremstu línu. (Teamtalk)
Athugasemdir