Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   fös 19. september 2025 11:49
Elvar Geir Magnússon
Shearer tjáir sig um Amorim og notar sama frasa og Óskar Hrafn
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Alan Shearer segir að Rúben Amorim, stjóri Manchester United, eigi á hættu að „falla á eigið sverð“ og vera rekinn ef illa fer gegn Chelsea á morgun.

Shearer notar þar sama frasa og Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gert frægan í íslenska fótboltanum.

Ef illa fer um helgina gæti Manchester United verið í fallsæti eftir umferðina. Amorim hefur ekki viljað víkja frá 3-4-3 hugmyndafræði sinni sem að margra mati er að aftra liðinu.

„Þetta voru karlmenn gegn strákum um síðustu helgi á Etihad. Það var gríðarlegur munur á liðunum þegar kom að getu, kerfi, hugarfari og öllu sem þú getur nefnt. Það þrátt fyrir það sem Manchester United hefur eytt í leikmannakaup," segir Shearer.

„Ég tel að liðið hafi ekki efni á því að tapa aftur með svona hætti. Ef það gerist þá hef ég áhyggjur af framtíð stjórans. Hann mun annað hvort falla á eigið sverð eða ná þeim árangri sem þarf."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir