Tindastóll vann 3-1 sigur á nágrönnum sínum Kormáki/Hvöt á Sauðárkróksvelli og eru komnir áfram í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins á Laugarsvelli
Aðspurður um tilfinninguna eftir leikinn svaraði Sverrir Hrafn Friðriksson fyrirliði Tindastóls
„Hún er bara geggjuð, Þetta er bara vá, fyrir mann eins og mig og menn sem spila í 3. deild þá er bara draumur að fá að spila á Laugardalsvelli, það er algjörlega þannig.“
Lestu um leikinn: Tindastóll 3 - 1 Kormákur/Hvöt
„Bara um leið og maður labbaði inn á völlinn þá já, við áttum von á stemningu en þetta var bara algjör þvæla. Það var varla hægt að tala saman inn á vellinum, það voru það mikil læti í stúkunni báðum megin. Þetta var bara gjörsamlega sturlað og auðvitað fylgdu læti inn á völlinn með en það er bara partur af þessu, þetta var bara geggjað.“
Það kemur í ljós á morgun hvort liðið mætir Víkingi Ó eða Gróttu í úrslitaleiknum spurður um drauma andstæðing svaraði Sverrir
„Skiptir engu máli bara bring it on sko, okkur er alveg sama.“
„Ekkert sem kom okkur á óvart, undirbúningurinn er búinn að vera mjög góður, við erum búnir að stúdera þá alveg frá a til ö, þannig það kom okkur ekkert á óvart. Þjálfararnir eru búnir að gera mjög vel, Konni sérstaklega, frábær vika hjá honum í að undirbúa okkur.
Hvernig verður undirbúningi háttað?
„Bara venjuleg æfingavika, við eigum auðvitað eftir að sjá hvaða lið við fáum og væntanlega þurfum við bara að fara stúdera það og gera okkur klára í úrslitaleikinn því við ætlum að vinna hann líka.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan