
FH vann þægilegan 0-4 sigur á Tindastóli í 18. umferð Bestu deildarinnar á Sauðárkróksvelli í dag.
Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Guðni Eiríksson þjálfari FH,
„Bara mjög sáttur, góð frammistaða hjá FH liðinu í dag. Góðir báðir hálfleikarnir okkar, komum okkur í fínar stöður, spiluðum leikinn vel. Þannig ég get ekkert verið annað en sáttur við frammistöðu FH liðsins.
Lestu um leikinn: Tindastóll 0 - 4 FH
„Liðsframmistaða eins og maður segir stundum, allir skiluðu sínu og varamenn komu inn og gerðu eitthvað mínúturnar sem þær fengu. Þannig við erum bara sátt og glöð hérna FH liðið í dag.“
FH með sigri sínum í dag heldur sig í 2. sæti deildarinnar og er áfram 2 stigum á eftir Þrótti, sem narta í hælana á þeim, hvernig heldur Guðni liðinu fókuseruðu í næstu leikjum?
„Það er sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa og það er nóg til að halda fókus. Mun erfiðara þegar mótið er bara búið og maður hefur ekki að neinu að keppa, þá getur verið erfitt að mótivera leikmenn.
„Þetta er langt mót, við byrjuðum í apríl og verðum út lungan úr október, þá er svo mikilvægt að hafa að einhverju að keppa og við höfum það svo sannarlega. Það er ekki flókið verkefni fyrir þjálfara FH liðsins að mótivera leikmenn"
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan