Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Wissa frá næsta mánuðinn
Wissa hefur enn ekki spilað fyrir Newcastle.
Wissa hefur enn ekki spilað fyrir Newcastle.
Mynd: Newcastle
Yoane Wissa verður frá næsta mánuðinn en hann meiddist á hné í landsliðsverkefni með Kongó fyrr í þessum mánuði.

Sóknarmaðurinn hefur enn ekki spilað neitt fyrir Newcastle síðan hann gekk í raðir félagsins frá Brentford á gluggadeginum.

„Það er ekkert sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við gerðum allt sem við gátum til að líta eftir honum," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„En það er þannig með fótboltamenn sem fara í landsliðsverkefni, þú stýrir ekki hversu mikið þeir spila. Því miður meiddist hann."

„Við reiknum með að hann verði frá þar til eftir næsta landsleikjaglugga. Hann er í kapphlaupi um að vera klár fyrir leikinn gegn Brighton þann 18. október. Hann verður okkur mikilvægur leikmaður."
Athugasemdir