Jose Mourinho var ráðinn stjóri Benfica í dag. Hann snýr aftur til liðsins en hann hóf þjálfaraferil sinn árið 2000 þegar hann stýrði liðinu í þrjá mánuði.
Hann var rekinn frá Fenerbahce eftir tap gegn Benfica í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann er þekktur fyrir að kalla sig 'Hinn sérstaki' (e. The Special One). Hann er hins vegar annar maður í dag.
Hann var rekinn frá Fenerbahce eftir tap gegn Benfica í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann er þekktur fyrir að kalla sig 'Hinn sérstaki' (e. The Special One). Hann er hins vegar annar maður í dag.
„Ég hugsa mikið um aðra í dag. Ég er síðastur í röðinni, ég er hérna til að þjóna," sagði Mourinho.
„Ég er á allt öðrum staða hvað varðar þroska. Ég er ekki mikilvægur. Ég er óeigingjarn, minna sjálfmiðaður. Ég hugsa ekki eins mikið um sjálfan mig. Ég hugsa meira um hvað ég get gert fyrir aðra."
Þessi 62 ára gamli Portúgali segist ekki vera að hætta á næstunni.
„Ég hætti þegar ég finn að eitthvað hafi breyst. Mér finnst ég vera hungraðari í dag en fyrir 25 árum," sagði Mourinho.
„Núna þjálfa ég eitt af stærstu félögum heims. Ekkert af hinum risafélögunum sem ég hef þjálfað í heiminum hefur veitt mér jafn mikinn heiður og hvatningu og ég finn núna sem þjálfari Benfica.“
Athugasemdir