Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar útilokar ekkert - „Margar blautar tuskur sem fóru í andlitið á mönnum"
Lengjudeildin
'Ég held að menn læri mjög mikið af svona tímabili'
'Ég held að menn læri mjög mikið af svona tímabili'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tryggði sér sæti í Lengjudeildinni með því að vinna ÍR í lokaumferðinni.
Fylkir tryggði sér sæti í Lengjudeildinni með því að vinna ÍR í lokaumferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hafði alveg gaman af þessum tíma'
'Ég hafði alveg gaman af þessum tíma'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara eitthvað sem við munum eflaust til með að skoða núna á næstunni, ekki búið að útiloka eitt eða neitt í þeim efnum. Á sínum tíma var rætt um þetta verkefni að reyna narta í topp fimm sætin, en það reyndist langsótt og á endanum varð að koma í veg fyrir fall. Svo átti bara að taka stöðuna eftir mót og það verður gert einhvern tímann á næstunni. Það er ekkert farið að ræða neitt eins og staðan er núna," segir þjálfarinn Arnar Grétarsson sem heldur því opnu að vera áfram og segist vera rólegur yfir stöðunni.

Hann var í júlí ráðinn til Fylkis og skrifaði undir samning sem var í gildi út tímabilið í Lengjudeildinni. Fylkir var í fallhættu fyrir lokaumferðina en endaði að loku fjórum stigum frá fallsæti.

Ekki mikið með Fylki í sumar
Var mikill léttir að klára dæmið í lokaumferðinni og tryggja áframhaldandi veru Fylkis í Lengjudeildinni?

„Við vorum tíu stigum frá umspilssæti þegar ég kom inn. Byrjunin var svo þannig að við töpuðum fyrsta leik, svo jafntefli í öðrum leik og svo þrjú töp í röð. Þá var vonin um að gera eitthvað úti. Í fyrsta leik á móti Njarðvík þá töpum við á flautumarki, mér fannst við frekar eiga skilið að vinna þann leik. Þannig var sagan í ansi mörgum leikjum. Stundum vinnur þú þér inn ákveðna lukku, en það var ekki mikið með Fylki í sumar. Það voru líka margir meiddir, berjast við að koma til baka og það spilaði inn í. En það er ljóst að Fylkir er alltof gott lið til að vera á þeim stað sem það var. Þetta er niðurstaðan og auðvitað léttir að klára þetta því það var raunverulegur möguleiki á því að fara niður, Selfoss komst yfir í sínum leik í lokaumferðinni, það var ekki langt á milli í þessu."

Hægt að læra mikið af tímabilinu
Fylkir vann fjóra af síðustu fimm, var eitthvað sem breyttist?

„Það var kannski bara meiri taktur í því að við gátum nokkurn veginn stillt upp sama liði og hlutirnir aðeins farnir að detta með okkur. Svo voru ákveðnir menn að koma til baka líka, hópurinn þéttist. Ragnar Bragi datt út á móti Keflavík en við fengum inn Benedikt Daríus sem er alvöru leikmaður. Það voru alltaf einhver skakkaföll og bönn, þegar hópurinn er kannski ekki sá stærsti, þá er það erfiðara. Þegar menn eru að reyna komast upp þá þarf að vera hægt að spila svolítið á sama liðinu. Þannig var held ég raunin hjá liðunum sem enduðu efst, fyrir utan það að Njarðvík missti mjög öflugan mann í Amin Cosic."

„Ég held að menn læri mjög mikið af svona tímabili, það voru margar blautar tuskur sem fóru í andlitið á mönnum á síðustu mínútunum, mikið sem féll ekki með liðinu. Ef menn brotna ekki og læra af því, þá held ég að þetta geti verið mjög lærdómsríkt tímabil,"
segir Arnar.
Athugasemdir
banner