Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jónatan Ingi: Tækifæri fyrir aðra að stíga upp
Hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fimm í Bestu deildinni.
Hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fimm í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við þurfum að komast í stemninguna sem var hjá okkur í sumar og vera klínískari á báðum endum'
'Við þurfum að komast í stemninguna sem var hjá okkur í sumar og vera klínískari á báðum endum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Allir fimm leikirnir verða erfiðir, og fyrsta áskorunin er að sækja sigur gegn Blikum'
'Allir fimm leikirnir verða erfiðir, og fyrsta áskorunin er að sækja sigur gegn Blikum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er bara áfram gakk og þýðir ekki að velta sér of mikið upp úr því - tækifæri fyrir aðra menn að stíga upp'
'Það er bara áfram gakk og þýðir ekki að velta sér of mikið upp úr því - tækifæri fyrir aðra menn að stíga upp'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tekur á móti Breiðabliki á mánudag í stórleik fyrstu umferðarinnar í efri hlutanum. Valur var á toppi deildarinnar fyrir síðustu umferð en missti Víking upp fyrir sig í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu. Nú eru tvö stig upp í topplið Víkings.

Leikurinn á N1-vellinum að Hlíðarenda verður flautaður á klukkan 19:15 á mánudagskvöldið. Fótbolti.net ræddi við Valsarann Jónatan Inga Jónsson í aðdraganda leiksins.

„Leikurinn leggst frábærlega í mig. Hörkuleikur heima gegn Blikunum og mönnum líður vel, fáum til baka nokkra úr banni og hópurinn í góðu standi. Það er gott að byrja á heimaleik og vonandi setja tóninn fyrir lokasprettinn," segir jónatan.

Aron Jóhannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Orri Sigurður Ómarsson koma til baka úr banni.

Fara bara út og sækja sigurinn
Hvað þarf Valur að gera til að vinna Breiðablik?

„Við þurfum auðvitað fyrst og fremst að vera með grunnatriðin á hreinu, höfum verið góðir í þeim á stórum köflum í sumar sem hefur skilað okkur því að vera keppa um fyrstu sætin."

„Síðan þurfum við bara að fara út og sækja sigurinn og ekki vera hugsa of mikið um næstu fjóra leiki sem koma þar á eftir. Allir fimm leikirnir verða erfiðir, og fyrsta áskorunin er að sækja sigur gegn Blikum."


Markmiðið er skýrt
Er mikið sem þarf að laga frá leiknum gegn Stjörnunni?

„Tapið í síðasta leik var fyrsta tapið okkar á heimavelli í deild og bikar - og auðvitað er það alltaf sárt að tapa leikjum. Við spiluðum hins vegar ekkert illa og það eru bara nokkur áhersluatriði sem við þurfum að laga."

„Við þurfum að komast í stemninguna sem var hjá okkur í sumar og vera klínískari á báðum endum."

„Markmiðið er klárlega skýrt. Við stefnum á að vinna deildina. En til þess að gera það þá þurfum við að taka einn leik í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann."


Myndu öll lið finna fyrir því
Valsarar hafa misst út þrjá menn sem voru í stóru hlutverkum. Hvaða áhirf hefur það haft á liðið?

„Það er partur af fótbolta að menn meiðast og missa af leikjum, auðvitað hefur það áhrif og ég tala nú ekki um þegar einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild á íslandi meiðist. PP skoraði alltaf og það finna öll lið fyrir því ef þeir missa svona gæja."

„Svo höfum við misst fleiri frábæra leikmenn en það er bara áfram gakk og þýðir ekki að velta sér of mikið upp úr því - tækifæri fyrir aðra menn að stíga upp."


Sem dæmi þá varTómas Bent Magnússon seldur til Hearts og þeir Patrick Pedersen og Frederik Schram hafa lent í erfiðum meiðslum.

Miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku
Hversu mikilvægt væri fyrir leikmenn ef stuðningurinn úr stúkunni yrði öflugur?

„Það vita allir sem hafa spilað fótbolta að stuðningur skiptir máli, gefur þér auka orku og miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku - hvort sem það er heima eða úti. Ég vona að við sjáum fulla stúku núna á mánudaginn og myndi það hjálpa okkur gríðarlega mikið. Ég hvet alla Valsara til að styðja við bakið á okkur og hjálpa okkur qð komast í stöðu til að vinna titilinn!" segir Jónatan.
Athugasemdir
banner