
„Tilfinningin akkúrat núna er ekki góð, þetta er vont tap" sagði Jóhann Hreiðarsson eftir 9-2 tap á útivelli gegn Breiðablik.
Hvað er það sem fór úrskeiðis í dag?
Lestu um leikinn: Breiðablik 9 - 2 Þór/KA
„Þegar maður tapar níu tvö þá er örugglega margt sem fer úrskeiðis, það má ekki heldur gleyma að við erum að spila við langbesta lið landsins, ef þú gefur þeim smá breik þá refsa þær alveg gríðarlega og það gerðu þær svo sannarlega."
Jóhann um færin sem Breiðablik fékk.
„Þær fengu of auðveld færi, það er hægt að segja".
Jóhann um næsta leik liðsins og hvað þarf að laga.
„Við þurfum að laga margt fyrir næsta leik en eins og ég segi það er bara nýtt mót við bara núllstillum okkur núna og tökum góða viku og svo inn í það mót með því hugarfari að vinna það."
Jóhann um skiptinguna.
„Raunveruleikinn er sá að við erum að fara keppa um hvaða lið fellur og við ætlum svo sannarlega ekki að falla, við gefum allt í það."
Spurt var um hvað væri hægt að læra frá þessum leik.
„Það eru margir lærdómar úr þessum leik, það er hægt að læra margt frá töpum oft meira en úr sigrum við grúskum því í vikunni."