Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   lau 20. september 2025 17:24
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid með fullt hús stiga þökk sé glæsimörkum Mbappe og Militao
Mynd: EPA
Kylian Mbappe skoraði þriðja leikinn í röð er Real Madrid vann Espanyol, 2-0, í La Liga á Spáni í dag.

Frakkinn er sjóðandi heitur með Madrídingum og hefur greinilega aðlagast fullkomlega eftir svolítið brösugt upphaf á ferli hans hjá félaginu.

Brasilíumaðurinn Eder Militao skoraði algerlega sturlað mark á 22. mínútu. Varnarmaðurinn var með boltann af 40 metra færi, náði að plata tvo varnarmenn áður en hann þrumaði honum efst í vinstra hornið.

Mbappe bætti við öðru frábæru marki fyrir Madrídinga í upphafi síðari hálfleiks með hörkuskoti fyrir utan teig og í nærhornið. Þriðji leikurinn í röð sem hann skorar og er hann alls kominn með fimm mörk í deildinni.

Real Madrid er með fullt hús stiga á toppnum eftir fimm umferðir, fimm stigum á undan erkifjendum sínum í Barcelona.

Real Madrid 2 - 0 Espanyol
1-0 Eder Militao ('22 )
2-0 Kylian Mbappe ('47 )

Girona 0 - 4 Levante
0-1 Karl Etta Eyong ('43 )
0-2 Carlos Alvarez ('49 )
0-3 Ivan Romero ('70 )
0-4 Goduine Koyalipou ('90 )
Rautt spjald: ,Axel Witsel, Girona ('30)Vitor Reis, Girona ('46)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
2 Barcelona 8 6 1 1 22 9 +13 19
3 Villarreal 8 5 1 2 14 8 +6 16
4 Betis 8 4 3 1 13 8 +5 15
5 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
6 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
7 Sevilla 8 4 1 3 15 11 +4 13
8 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
9 Espanyol 8 3 3 2 11 11 0 12
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
16 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
17 Girona 8 1 3 4 5 17 -12 6
18 Oviedo 8 2 0 6 4 14 -10 6
19 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
20 Mallorca 8 1 2 5 7 13 -6 5
Athugasemdir
banner