Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 14:52
Elvar Geir Magnússon
Mourinho orðinn stjóri Benfica (Staðfest)
Mynd: EPA
Benfica hefur ráðið Jose Mourinho sem stjóra til sumarsins 2027. Mourinho tekur við af Bruno Lage sem var rekinn eftir niðurlægjandi tap gegn Qarabag í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Það eru örfáar vikur síðan Mourinho var rekinn frá Fenerbahce, eftir einmitt að hafa tapað fyrir Benfica í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Stjóraferill Mourinho hófst hjá Benfica en entist aðeins í tíu leiki vegna deilna við forseta félagsins.

Benfica er í sjötta sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá toppliði Porto.


Athugasemdir