Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rúnar Már: Býst ekki við að festast þarna
'Svarið væri kannski öðruvísi ef við hefðum tapað öllum leikjunum'
'Svarið væri kannski öðruvísi ef við hefðum tapað öllum leikjunum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með.'
'Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það eru öðruvísi hlaup og návígin öðruvísi'
'Það eru öðruvísi hlaup og návígin öðruvísi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við erum enn í fallsæti þrátt fyrir tvo sigra, menn verða að halda sér á jörðinni, ef við mætum rétt stefndir í næsta leik þá getum við opnað þessa fallbaráttu upp á gátt.'
'Við erum enn í fallsæti þrátt fyrir tvo sigra, menn verða að halda sér á jörðinni, ef við mætum rétt stefndir í næsta leik þá getum við opnað þessa fallbaráttu upp á gátt.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék á sínum tíma 32 landsleiki og var erlendis sem atvinnumaður í rúman áratug.
Lék á sínum tíma 32 landsleiki og var erlendis sem atvinnumaður í rúman áratug.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur síðustu þrjá leiki spilað sem miðvörður í liði ÍA. Hann hafði fyrir það leikið allan sinn feril á miðjunni. Fyrsti leikurinn, gegn ÍBV, fór ekki vel en næstu tveir á eftir, gegn Breiðabliki og Aftureldingu, unnust og nú er ÍA í mun betri möguleika á því að halda sæti sínu í Bestu deildinni.

Fótboti.net ræddi við fyrirliðann um síðustu leiki, stöðuna á vellinum og stöðu ÍA.

Allar stöður skemmtilegar ef þú vinnur
„Þetta kemur til af því að það vantar menn, Oliver Stefáns er seldur til Póllands í sumar, svo meiðist Hlynur (Sævar Jónsson) á móti FH og Erik (Tobias Sandberg) á móti Víkingi. Við áttum leik gegn ÍBV og Baldvin (Þór Berndsen) var í banni í þeim leik, því var enginn hafsent eftir í liðinu. Þá þurfti bara að leita, hverjir gætu mögulega spilað stöðuna, og við Marko (Vardic) spiluðum leikinn, Marko hefur spilað þarna en er miðjumaður að upplagi. Í næsta leik á eftir var Baldvin kominn til baka og þá var spurning hvort ég eða Marko yrði áfram niðri í hafsent. Þjálfararnir ákváðu að það yrði ég," segir Rúnar.

„Þetta er búið að vera gaman, mér er svo sem sama svo lengi sem ég spila, maður hjálpar liðinu eins og maður getur. Þetta er búið að vera áhugavert og gaman, en svarið væri kannski öðruvísi ef við hefðum tapað öllum leikjunum, þá væri þetta búið að vera hundleiðinlegt. Ef þú vinnur leiki þá eru allar stöður skemmtilegar."

„Ég átti samtal við Lárus Orra fyrir leikinn gegn Blikum, ég auðvitað spyr spurninga og hann svarar þeim. Þannig er það bara, mér leist bara fínt á að spila hafsentinn áfram, uppleggið að hafa mig niðri og Marko á miðjunni hentaði kannski betur. Það gekk vel upp á móti Blikunum og því var engin ástæða til að breyta á móti Aftureldingu. Ég er bara sáttur,"
segir Rúnar.

Að mörgu leyti þægilegt
Hvernig er að spila miðvörðinn?

„Ég held ég hafi átt sirka 20 mínútur í miðverði á mínum meistaraflokksferli fyrir þessa síðustu þrjá leiki. Það var einhvern tímann þegar leikmaður í mínu liði fékk rautt og ég þurfti að leysa af. Við vorum að vinna 5-0 og því ekki hægt að taka mark á því. Það er allt öðruvísi að spila miðvörðinn, að mörgu leyti svolítið þægilegt. Þegar þú ert á miðjunni ertu alltaf með mann fyrir aftan þig, framan þig og til hliðanna. Í miðverðinum sérðu allan völlinn sem er voða þægilegt, getur stýrt samherjum nokkuð vel og sérð hvað er að gerast. En á sama tíma er meira undir þegar þú ert að verjast, þú mátt ekki gera mistök því þá er mögulega komið mark. Það eru öðruvísi hlaup og návígin öðruvísi. Það er mjög þægilegt hvað maður sér völlinn og leikinn vel."

Býst ekki við að festast í vörninni
Hugsar þú eitthvað út í það að þú gætir mögulega lengt ferilinn með því að færa þig alfarið í miðvörðinn?

„Ég er ekki kominn svo langt, verð að viðurkenna það. Ég býst ekki við því að festast þarna. Ég hef í rauninni aldrei hugsað um að færast eitthvað neðar. Þegar ég var úti í atvinnumennskunni þá var ég yfirleitt að færast ofar; var fyrst sexa en færðist framar og jafnvel upp í tíuna af því ég var gjarn á að skora mörk. Þetta var því eiginlega meira í hina áttina og því hef ég aldrei hugsað um að færast eitthvað aftar, og er ekki farinn að hugsa um ennþá, en maður veit aldrei í þessu."

Urðu að vinna báða og geta opnað fallbaráttuna upp á gátt
ÍA er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir í neðri hluta Bestu deildarinnar. Fyrir viku síðan var ÍA átta stigum frá öruggu sæti.

„Þetta var okkar allra síðasti séns, það var búið að tala um síðasta séns svolítið lengi en við urðum 100% að vinna þá báða, annars værum við svolítið frá þessu. Núna eru þetta tvö stig upp í næsta lið fyrir ofan. Við ætlum að fara vestur og vinna Vestra. Þá erum við tveimur stigum á eftir þeim og fjórir leikir eftir. Þetta er fljótt að gerast ef þú tengir saman sigra í þessari deild. Við förum brattir inn í úrslitakeppnina, sjálfstraust í liðinu og við á góðu skriði. Það getur allt gerst, við vitum að við megum ekki tapa mörgum leikjum af þessum fimm. Við erum enn í fallsæti þrátt fyrir tvo sigra, menn verða að halda sér á jörðinni, ef við mætum rétt stefndir í næsta leik þá getum við opnað þessa fallbaráttu upp á gátt."

Næsti leikur ÍA er gegn Vestra á útivelli á laugardag.

Skilaboð sem virkuðu á leikmenn
Hvað var sagt eða gert eftir leikinn á móti ÍBV fyrir landsleikjahlé?

„Ef maður á að draga þetta saman í eitt þá var bara farið í 'fokk it', látum á þetta reyna af alvöru. Við stilltum Blikaleiknum þannig upp að við hefðum engu að tapa, værum ekki að halda í neitt heldur ætluðum við að sækja leikinn; pressa í 90 mínútur saman hvernig staðan væri. Þau skilaboð greinilega virkuðu á leikmenn. Það er búið að reyna ýmislegt í sumar, alls konar leikaðferðir og alls konar aðferðir til að vekja menn, og það hefur lítið virkað eins og taflan sýnir. Það voru allavega einhver skilaboð í þessu sem virkuðu og í fyrsta skiptið sem við vinnum tvo leiki í röð í sumar. Þetta kom mönnum sem betur fer upp á tærnar," segir Rúnar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner