Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stutt gaman hjá De Bruyne í endurkomunni á Etihad
De Bruyne gengur af velli
De Bruyne gengur af velli
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne gekk til liðs við Napoli frá Man City í sumar. Hann var í byrjunarliði Napoli sem er að spila gegn City á Etihad í Meistaradeildinni í kvöld.

De Bruyne var hins vegar tekinn af velli eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Giovanni Di Lorenzo fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Erling Haaland rétt fyrir utan vítateig Napoli.

Antonio Conte, stjóri Napoli, tók þá ákvörðun að taka De Bruyne af velli fyrir varnarmanninn Mathias Olivera í kjölfarið.

Sjáðu rauða spjaldið hér


Athugasemdir
banner