Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tólf marka bikarúrslitaleikur - ÍA meistari í 2. flokki annað árið í röð
Gabríel Snær skoraði þrennu fyrir ÍA
Gabríel Snær skoraði þrennu fyrir ÍA
Mynd: ÍA
Gabríel Snær skoraði þrennu í gær.
Gabríel Snær skoraði þrennu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta/Kría 5 - 7 ÍA/Kári/Skall/Víkó
0-1 Gabríel Snær Gunnarsson
0-2 Gabríel Snær Gunnarsson
0-3 Sveinn Svavar Hallgrímsson
0-4 Benedikt Ísar Björgvinsson
1-4 Fannar Hrafn Hjartarson (víti)
2-4 Elmar Freyr Hauksson
2-5 Tómas Týr Tómasson
2-6 Gabríel Snær Gunnarsson
3-6 Fannar Hrafn Hjartarson
3-7 Matthías Daði Gunnarsson
4-7 Elmar Freyr Hauksson
5-7 Birgir Davíðsson Scheving

Það var spilaður ansi fjörugur bikarúrslitaleikur í gær í 2. flokki. Sameinað lið Gróttu og Kríu tók á móti sameinuðu liði ÍA, Kára, Skallagríms og Víkings Ólafsvíkur á Vivaldivellinum.

Það voru gestirnir frá vesturlandi sem höfðu betur í tólf marka leik. Gabríel Snær Gunnarsson skoraði þrennu en hann var í stóru hlutverki með meistaraflokki ÍA í síðasta mánuði.

Gestirnir voru komnir í 0-4 í leiknum eftir sextán mínútna leik en heimamenn minnkuðu í 2-4 á næsta korteri. Gestirnir skoruðu svo næstu tvö mörk áður en heimamenn minnkuðu í 3-6 þegar um hálftími lifði leiks. Matthías Daði Gunnarsson innsiglaði svo sigurinn á 73. mínútu en heimamenn löguðu stöðuna með marki undir lokin.

Þetta var annað árið í röð sem þetta sameinaða lið ÍA/Kári/Skall/Víkó vinnur bikarinn.
Athugasemdir