Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fyrrum úrvalsdeildarstjörnur kláruðu Sociedad
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Betis 3 - 1 Real Sociedad
1-0 Cucho Hernandez ('7 )
1-1 Brais Mendez ('13 )
2-1 Alex Remiro ('49 , sjálfsmark)
3-1 Pablo Fornals ('69 )

Real Betis tók á móti Real Sociedad í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans og var staðan jöfn, 1-1, í leikhlé.

Cucho Hernández tók forystuna snemma leiks fyrir heimamenn í Betis, en Giovani Lo Celso lagði markið upp. Brais Méndez jafnaði metin skömmu síðar. Staðan var jöfn eftir jafnan fyrri hálfleik en Betis var sterkara liðið eftir leikhlé.

Alex Remiro skoraði sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks áður en Pablo Fornals innsiglaði sigurinn á 69. mínútu.

Heimamenn hefðu getað bætt fleiri mörkum við en tókst ekki svo lokatölur urðu 3-1.

Orri Steinn Óskarsson var ekki í hóp hjá Sociedad vegna meiðsla.

Hvorugt lið hefur farið vel af stað á nýju tímabili. Betis er með 9 stig eftir 6 umferðir en Sociedad á enn eftir að vinna sinn fyrsta deildarleik.

Sociedad er með 2 stig eftir 5 umferðir.
Athugasemdir