Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Ótrúlegir yfirburðir Man City - Rashford sá um Newcastle
Erling Haaland
Erling Haaland
Mynd: EPA
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar lauk í kvöld með fjórum leikjum.

Man City var með svakalega yfirburði gegn Napoli á Etihad. Róðurinn varð mjög þungur fyrir Napoli eftir tuttugu mínútna leik þegar Giovanni Di Lorenzo var rekinn af velli fyrir að brjóta á Erling Haaland fyrir utan teig Napoli.

Kevin de Bruyne gekk til liðs við Napoli frá Man City í sumar og hann var í byrjunarliðinu í dag en tekinn af velli í kjölfar rauða spjaldsins.

Þetta var algjör einstefna að marki Napoli og Erling Haaland kom City yfir snemma í seinni hálfleik eftir laglega sendingu frá Phil Foden inn fyrir vörn Napoli.

Jeremy Doku bætti öðru markinu við stuttu síðar. Yfirburðir City héldu áfram en þeim tókst ekki að bæta við fleiri mörkum. Napoli átti aðeins eitt skot að marki í leiknum.

Newcastle fékk Barcelona í heimsókn á St. James' Park. Staðan var markalaus í hálfleik en Marcus Rashford braut ísinn þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Jules Kounde. Hans fyrsta mark fyrir Barcelona.

Rashford bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn, sláin inn. Anthony Gordon náði að minnka muninn undir lokin
Sporting vann öruggan sigur gegn Kairat Almaty frá Kasakstan. Morten Hjulmand fékk tækifæri til að koma Sporting yfir en Serkhan Kalmyrza, markvörður Kairat, varði víti frá honum.

Það kom ekki að sök því Sporting vann að lokum öruggan sigur.

Frankfurt lenti undir gegn Galatasaray en Frankfurt skoraði þrjú mörk fyrir lok fyrri hálfleiks, tvö þeirra í uppbótatíma. Frankfurt bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik og vann stórsigur að lokum.

Eintracht Frankfurt 5 - 1 Galatasaray
0-1 Yunus Akgun ('8 )
1-1 Davinson Sanchez ('37 , sjálfsmark)
2-1 Can Uzun ('45 )
3-1 Jonathan Burkardt ('45 )
4-1 Jonathan Burkardt ('66 )
5-1 Ansgar Knauff ('75 )

Sporting 4 - 1 Kairat
0-0 Morten Hjulmand ('21 , Misnotað víti)
1-0 Francisco Trincao ('44 )
2-0 Francisco Trincao ('65 )
3-0 Alisson Santos ('67 )
4-0 Geovany Quenda ('68 )
4-1 Edmilson ('86 )

Newcastle 1 - 2 Barcelona
0-1 Marcus Rashford ('58 )
0-2 Marcus Rashford ('67 )
1-2 Anthony Gordon ('90 )

Manchester City 2 - 0 Napoli
1-0 Erling Haaland ('56 )
2-0 Jeremy Doku ('65 )
Rautt spjald: Giovanni Di Lorenzo, Napoli ('21)
Athugasemdir