Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Ivan Toney leiddi magnaða endurkomu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem stjörnum prýdd lið Al-Ahli og Al-Hilal áttust við.

Franski bakvörðurinn Theo Hernández skoraði fyrsta mark leiksins eftir undirbúning frá kantmanninum Malcom, sem sá sjálfur um að skora næstu tvö mörk.

Darwin Núnez lagði eitt markanna upp og var staðan 0-3 í hálfleik.

Gestirnir leiddu með þriggja marka mun allt þar til á lokakaflanum. Ivan Toney minnkaði muninn á 78. mínútu og skoraði svo aftur níu mínútum síðar, eftir góðan bolta frá Riyad Mahrez.

Miðvörðurinn Merih Demiral jafnaði svo metin í upphafi uppbótartímans eftir annan frábæran bolta frá Mahrez. Þeir fullkomnuðu þannig magnaða endurkomu heimamanna í liði Al-Ahli. Lokatölur 3-3.

Enzo Millot, Franck Kessié, Édouard Mendy, Kalidou Koulibaly, Rúben Neves og Sergej Milinkovic-Savic voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í þessum stórleik.

Bæði lið eiga fimm stig eftir þrjár fyrstu umferðir tímabilsins. Matthias Jaissle þjálfar Al-Ahli á meðan Simone Inzaghi er hjá Al-Hilal.

Mateo Retegui og Joshua King skoruðu þá þegar Al-Qadisiya lagði Al-Khaleej að velli.

Heimamenn unnu 2-1 þökk sé sigurmarki frá Abdullah Al-Salem í uppbótartíma.

Nacho Fernández, Julian Weigl, Nahitan Nández og Konstantinos Fortounis voru meðal byrjunarliðsmanna í þessum áhugaverða slag.

Al-Qadisiya er á toppi deildarinnar eftir sigurinn með 7 stig eftir 3 umferðir, en næstu lið fyrir neðan eiga leik til góða.

Að lokum gerðu Josh Brownhill, Yacine Adli, Yannick Carrasco og félagar í liði Al-Shabab markalaust jafntefli við Al-Fayha.

Chris Smalling og Fashion Sakala voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Fayha.

Al-Ahli 3 - 3 Al-Hilal
0-1 Theo Hernandez ('12)
0-2 Malcom ('24)
0-3 Malcom ('41)
1-3 Ivan Toney ('78)
2-3 Ivan Toney ('87)
3-3 Merih Demiral ('91)

Al-Qadisiya 2 - 1 Al-Khaleej
1-0 Mateo Retegui ('10)
1-1 Joshua King ('78)
2-1 Abdullah Al-Salem ('91)

Al-Fayha 0 - 0 Al-Shabab
Athugasemdir
banner
banner