Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   lau 20. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Barist um Bítlaborgina og Garnacho snýr aftur
Mynd: EPA
Mynd: Chelsea
Það eru sjö leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Englandsmeistarar Liverpool spila við Everton í slagnum um Bítlaborgina.

Liðin eigast við á Anfield í hádegisleiknum, áður en fjórir leikir hefjast samtímis víðsvegar um landið.

Brighton tekur á móti Tottenham í spennandi slag á meðan Burnley, West Ham og Wolves eiga einnig heimaleiki áður en Manchester United spilar við Chelsea.

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þá viðureign, þar sem Alejandro Garnacho gæti komið við sögu gegn sínum fyrrum liðsfélögum.

Fulham og Brentford eigast við í Lundúnaslag í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins
11:30 Liverpool - Everton
14:00 Brighton - Tottenham
14:00 Wolves - Leeds
14:00 West Ham - Crystal Palace
14:00 Burnley - Nott. Forest
16:30 Man Utd - Chelsea
19:00 Fulham - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir