Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 17:45
Snæbjört Pálsdóttir
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tók á móti FH í 18. umferð Bestu deildarinnar á Sauðárkróksvelli og steinlágu fyrir þeim 0-4 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði þjálfari Tindastóls, Halldór Jón Sigurðsson eða Donni, eins og hann er jafnan kallaður 

„Ég var svekktur, svekktur með tapið. Uppleggið var kannski ekki nógu gott, ætluðum að vera varfærnislegar til baka og vera þéttari en við höfum verið undanfarið, breyttum um taktík aðeins til þess og ef við hefðum kannski skorað í byrjun leiks sem hefði kannski breytt einhverju. FH liðið tók svo bara yfir og voru bara mjög góðar í fyrri hálfleik og í rauninni seinni hálfleik, þótt seinni hálfleikur hafi verið skömminni skárri hjá okkur.“


Lestu um leikinn: Tindastóll 0 -  4 FH

FH situr í 2. sæti deildarinnar og hafa ítrekað sýnt gæði sín í sumar, Sýndu úrlsitin gæðamuninn á liðunum?

„Já ég held að það sé kannski alveg hægt að segja það líka, þær voru líka bara góðar í því sem þær gerðu þótt fyrir að maður sé svekktur að fá á sig mörk og svoleiðis og manni líður alltaf eins og það séu einhver mistök hjá okkur en stundum er það líka bara það að hitt liðið er gott og hitt liðið var bara mjög gott í dag og mörkin þeirra voru góð og gerðu það vel sem þær ætluðu að gera.

„Mér fannst við ekki gera nógu vel það sem við ætluðum að gera og vorum kannski ekki alveg í takti en það eru þrír leikir eftir og spennandi að sjá hvernig það fer.“

Allir leikirnir í 18. umferðinni voru spilaðir á sama tíma og nú er ljóst hvaða 4 lið enda í neðri hlutanum. FHL er nú þegar fallið en Tindastóll, Fram og Þór/KA munu berjast um að halda sér uppi í deild þeirra bestu.

„Öll þessi þrjú lið eru hörkugóð við erum reyndar búin að vinna þau öll í sumar og höfum átt bara jafna og góða leiki á móti þeim. Þannig ég geri bara ráð fyrir að þetta verði bara jafnir leikir og munu ráðast á einhverju smáatriðum."

„þetta eru öll frekar jöfn lið, öll fjögur þannig þetta verður bara skemmtilegt og nú reynir á okkar hóp að vera ofan á í baráttu og í vilja og sýna kjark og dug til að ná þessum stigum sem þarf.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner