Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 19:16
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Ruglaður seinni hálfleikur í Kórnum og umdeilt víti í Keflavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri leikirnir í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar sem fram fóru í gær voru heldur betur tíðindamiklir. Hér að neðan má sjá öll mörkin og fleiri atvik úr leikjunum tveimur.

HK sigraði Þrótt 4-3 þar sem staðan var markalaus í hálfleik. Markvörður Þróttar var í miklu brasi og skrautleg mörk voru skoruð.

Þá tapaði Keflavík 1-2 á heimavelli gegn Njarðvík fyrir framan 1.500 manns. Annað mark Njarðvíkur kom eftir áhugaverðan vítadóm.

Seinni leikirnir verða á sunnudag.

HK 4 - 3 Þróttur R.
1-0 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('51 , sjálfsmark)
2-0 Bart Kooistra ('55 )
2-1 Viktor Andri Hafþórsson ('58 , víti)
2-2 Brynjar Gautur Harðarson ('62 )
2-3 Liam Daði Jeffs ('68 )
3-3 Karl Ágúst Karlsson ('73 )
4-3 Karl Ágúst Karlsson ('91 )
Lestu um leikinn



Keflavík 1 - 2 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck ('20 )
0-2 Tómas Bjarki Jónsson ('32 , víti)
1-2 Stefan Alexander Ljubicic ('68 )
Rautt spjald: Oumar Diouck, Njarðvík ('94) Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner