Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður Fylkis: Þetta er að fara í gang
Lengjudeildin
'Við höfum ekki farið í neinar viðræður á þessum tímapunkti'
'Við höfum ekki farið í neinar viðræður á þessum tímapunkti'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er klárlega eftirsjá af honum'
'Það er klárlega eftirsjá af honum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir réði Arnar Grétarsson til félagsins 16. júlí, nokkrum dögum eftir að Árni Freyr Guðnason var látinn fara sem þjálfari liðsins. Tímabilið hjá Fylki var þungt, liðinu var spáð beint upp en það var í fallhættu fyrir lokaumferðina. Liðið vann fjóra af fimm síðustu leikjum sínum og endaði að lokum fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Arnar stýrði Fylki í tíu leikjum og liðið tók þrettán stig úr þeim leikjum. Hann skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið og er óvíst hvort hann verði áfram. Fótbolti.net ræddi við Ragnar Pál Bjarnason sem er formaður fótboltadeildar Fylkis.

„Við höfum ekki farið í neinar viðræður á þessum tímapunkti, okkar hópur hefur talað eitthvað saman, en þó ekki mikið," segir Ragnar.

Viljið þið halda Arnari?

„Það á eftir að koma í ljós, það hefur ekki verið rætt af alvöru. En Arnar er topp þjálfari. Meistaraflokksráðið er aðeins byrjað að ræða hlutina, bæði þjálfaramál og leikmannamál. Það er ýmislegt sem þarf að ræða."

Eruð þið að horfa í einhverja tímasetningu varðandi hvenær þið viljið vera búnir að klára þjálfaramálin?

„Þetta er að fara gerast, erum ekkert að fara dvelja neitt mikið lengur við þetta. Þetta er að fara í gang."

Eftirsjá af Emil
Fljótt á litið, eruð þið að búast við því að fleiri en Emil Ásmundsson leggi skóna á hilluna?

„Nei, ég á nú ekki von á því. Ég er að vonast til þess að það verði ekki, en það er alltaf verið ákveðin hætta á því. Það hefur ekkert heyrst og við vissum svo sem ekki af þessu þannig lagað fyrr en rétt áður en þetta kom upp með Emil."

„Það er klárlega eftirsjá af honum. Hann er aðeins að þjálfa hjá okkur, við þurfum að finna flöt á því að halda svona toppmanni hjá okkur. Emil hefur verið einn af okkar albestu mönnum lengi,"
segir Ragnar.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner