Tindastóll vann 3-1 sigur á nágrönnum sínum Kormáki/Hvöt á Sauðárkróksvelli og eru komnir áfram í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins á Laugarsvelli.
Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Konráð Freyr Sigurðsson þjálfari Tindastóls
„Bara svakalega glaður, svona allskyns tilfinningar sem eru að koma núna en aðallega rosalega glaður.“
Lestu um leikinn: Tindastóll 3 - 1 Kormákur/Hvöt
„Besta við þetta var að við teiknuðum þetta upp í gær og þetta bara svínvirkaði það sem við vorum að vinna með. Ótrúlega stoltur af strákunum og vinnusemina sem var lagt í þennan leik og bara hvernig við vorum stilltir, það var bara geggjað.“
„Þetta er bara derby slagur og ég var ánægður með hvað við vorum vel stilltir og hvernig við vorum fókuseraðir inn í leikinn, fórum ekki í neinar vitleysur en þetta var bara draumur, bara ótrúlega gaman.“
Það kemur í ljós á morgunn hvort liðið mætir Víkingi Ó eða Gróttu í úrslitaleiknum spurður um drauma andstæðing svaraði Konni
„Alls ekki, bara það skemmtilega við það að þeir eru að spila á morgun þannig við getum horft á þann leik bara og greint bara bæði liðin.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan