Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Belotti skoraði bæði gegn Lecce
Mynd: EPA
Heitt undir Eusebio Di Francesco þjálfara Lecce.
Heitt undir Eusebio Di Francesco þjálfara Lecce.
Mynd: EPA
Lecce 1 - 2 Cagliari
1-0 Tiago Gabriel ('5 )
1-1 Andrea Belotti ('33 )
1-2 Andrea Belotti ('71 , víti)

Lecce tók á móti Cagliari í fyrsta leik helgarinnar og náðu heimamenn forystunni snemma leiks þegar miðvörðurinn Tiago Gabriel skallaði fyrirgjöf frá Riccardo Sottil í netið.

Lecce hótaði öðru marki en þegar tók að líða á hálfleikinn urðu gestirnir sterkari aðilinn og verðskulduðu þeir að gera jöfnunarmark þegar Andrea Belotti skoraði á 33. mínútu. Marco Palestra gerði mjög vel í undirbúningnum.

Cagliari komst nálægt því að taka forystuna fyrir leikhlé þar sem Michael Folorunsho komst nálægt því að skora í tvígang en hæfði sitthvora markstöngina.

Síðari hálfleikurinn var jafn og lítið um færi, en vítaspyrnudómur réði úrslitum. Belotti steig á punktinn og skoraði með föstu skoti meðfram jörðinni, eftir klaufalega tæklingu hjá markaskoraranum Tiago Gabriel innan vítateigs.

Lecce tókst ekki að jafna metin á ný svo lokatölur urðu 1-2 fyrir Cagliari.

Cagliari hefur farið mjög vel af stað í ítölsku deildinni og er liðið með sjö stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar. Lecce er á botninum með eitt stig.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður í liði Lecce.
Athugasemdir