Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benedikt Warén: Það kom auðvitað inn risastór karakter í hópinn
Kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið og hefur skorað fimm mörk í deildinni á tímabilinu.
Kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið og hefur skorað fimm mörk í deildinni á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason hefur verið frábær að undanförnu. 'Hann gerir rosa mikið fyrir liðið'.
Andri Rúnar Bjarnason hefur verið frábær að undanförnu. 'Hann gerir rosa mikið fyrir liðið'.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Caulker býr yfir reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Caulker býr yfir reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er á miklu skriði í Bestu deildinni, liðið er taplaust frá leiknum gegn ÍBV í Eyjum, nítján stig fengin af 21 mögulegu. Stjarnan er tveimur stigum á eftir toppliði Víkings þegar fimm umferðir eru eftir í efri hluta deildarinnar.

Framundan er leikur gegn FH á heimavelli. Stjarnan hefur haft gott tak á FH síðustu ár og eru fjögur ár frá því að FH vann síðast í Garðabæ. Fótbolti.net ræddi við Stjörnumanninn Benedikt Warén í aðdraganda leiksins.

Einblína á eigin leik
„Leikurinn leggst mjög vel í mig , þetta verður erfiður leikur eins og allir leikir í þessari deild. FH er með mjög gott lið en við einblínum á okkar leik og á það sem við getum gert til að eiga góða frammistöðu á sunnudaginn," segir Benó.

Hafa styrkt varnarleikinn
Hver er lykillinn að skriði Stjörnunnar?

„Við höfum sýnt mikinn stíganda og góða liðsheild í síðustu leikjum og það hefur gengið vel. Við höfum styrkt ákveðna hluti í okkar leik, sérstaklega varnarleikinn, og það hefur skilað sér inn á vellinum finnst mér."

Steven Caulker kom inn í vörn Stjörnunnar gegn Aftureldingu og er liðið taplaust með hann í liðinu.

„Það kom auðvitað inn risastór karakter í hópinn þegar Caulker kom. Hann með sín gæði og reynslu hjálpar liðinu mjög mikið. Liðið í heild finnst mér vera vinna varnarleikinn vel saman og það er mikilvægt."

Á hinum endanum hefur Andri Rúnar Bjarnason verið funheitur, skorað sjö mörk í leikjunum sjö. Alls hefur Stjarnan skorað átján mörk í síðustu sjö leikjum. Benó og Andri léku saman með Vestra á síðasta tímabili.

„Andri er geggjaður, hann er búinn að halda sér heilum í allt sumar og hefur skorað mikið sem er það sem hann er bestur í. Það er gaman að spila með honum og hann gerir rosa mikið fyrir liðið. Við þekkjum vel inn á hvorn annan og vinnum vel saman."

Einn leikur í einu
Hvernig metur Benó tímabilið til þessa?

„Tímabilið hefur verið flott hingað til en erum ekkert að pæla í því. Það er nóg eftir, fimm mikilvægir leikir og erum að hugsa um einn leik í einu núna og það er leikurinn á sunnudaginn á móti FH."

Bestu stuðningsmenn á landinu
Hvaða þýðingu hefði það fyrir ykkur að fá öflugan stuðning úr stúkunni?

„Stuðningurinn skiptir okkur gríðarlega miklu máli og gefur okkur aukinn kraft, eins og í seinasta leik þar sem var frábær stemming. Við erum með bestu stuðningsmennina á landinu og við erum mjög spenntir fyrir sunnudeginum," segir Benó.
Athugasemdir
banner