Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 14:01
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sigurmark Íslendingaliðsins kom í lokin - Taplausir á heimavellli í 528 daga
Birmingham vann dramatískan sigur á Swansea
Birmingham vann dramatískan sigur á Swansea
Mynd: Birmingham
Nýliðar Birmingham unnu þriðja leik sinn í ensku B-deildinni er liðið lagði Swansea, 1-0, á St. Andrew's leikvanginum í Birmingham í dag.

Landsliðsmennirnir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson voru ekki í hópnum hjá Birmingham. Willum er frá vegna meiðsla í vöðva, en Alfons verið utan hóps í öllum deildarleikjunum.

Þetta var þolinmæðisvinna hjá Birmingham í dag. Zan Vipotnik, leikmaður Swansea, setti boltann í netið í fyrri hálfleik, en var rétt fyrir innan. Tæpt var það, en annars gerðist lítið í þeim síðari fram að sigurmarkinu sem kom á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Það gerði varamaðurinn Lyndon Dykes með skalla.

Birmingham hafði farið í gegnum þrjá deildarleiki án þess að skora og var þetta því gríðarlega mikilvægt.

Íslendingaliðið hefur nú farið í gegnum 28 heimaleiki í röð án þess að tapa og má segja að St. Andrew's sé orðinn að gryfju. Síðasta tap Birmingham á heimavelli kom gegn Cardiff City þann 10. apríl árið 2024 eða fyrir 528 dögum síðan.

Harvey Vale skoraði sigurmark QPR í 1-0 sigrinum á Stoke City í Lundúnum. Mark hans kom stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Leicester og Coventry gerðu markalaust jafntefli. Leicester skapaði sér fullt af færum í þeim síðari.

Carl Rushworth, markvörður Coventry, var besti maður gestanna og sá til þess að sækja sterkt stig.

QPR 1 - 0 Stoke City
1-0 Harvey Vale ('75 )

Leicester City 0 - 0 Coventry

Birmingham 1 - 0 Swansea
1-0 Lyndon Dykes ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 6 5 1 0 11 4 +7 16
2 Stoke City 6 4 0 2 9 4 +5 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 6 3 2 1 8 5 +3 11
5 Preston NE 6 3 2 1 7 5 +2 11
6 Coventry 6 2 4 0 15 7 +8 10
7 West Brom 6 3 1 2 7 6 +1 10
8 Birmingham 6 3 1 2 5 5 0 10
9 QPR 6 3 1 2 10 12 -2 10
10 Norwich 6 2 2 2 8 7 +1 8
11 Swansea 6 2 2 2 6 5 +1 8
12 Portsmouth 6 2 2 2 4 5 -1 8
13 Hull City 6 2 2 2 8 11 -3 8
14 Ipswich Town 6 1 4 1 9 5 +4 7
15 Blackburn 6 2 1 3 5 5 0 7
16 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
17 Southampton 6 1 3 2 6 7 -1 6
18 Charlton Athletic 6 1 3 2 3 5 -2 6
19 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
20 Wrexham 6 1 2 3 9 11 -2 5
21 Derby County 6 1 2 3 8 12 -4 5
22 Sheff Wed 6 1 1 4 5 12 -7 4
23 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
24 Sheffield Utd 6 0 1 5 1 12 -11 1
Athugasemdir
banner