Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
banner
   lau 20. september 2025 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Risasigur Blika sem eru með níu fingur á titlinum - Berglind bætti markametið
Kvenaboltinn
Berglind skoraði fimm og setti nýtt markamet hjá Blikum
Berglind skoraði fimm og setti nýtt markamet hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan tryggði Fram sigur á Val
Murielle Tiernan tryggði Fram sigur á Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu stórsigur
Víkingar unnu stórsigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks skelltu Þór/KA, 9-2, í síðustu umferð fyrir tvískiptingu Bestu deildar kvenna í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm á Kópavogsvelli!

Blikar hafa verið ótrúlega sannfærandi á tímabilinu og höfðu unnið síðustu tíu leiki sína fram að leiknum gegn Þór/KA í dag.

Berglind Björg mætti vel gíruð til leiks og hafði komið Blikum í 2-0 forystu þegar 23 mínútur voru komnar á klukkuna. Henríetta Ágústsdóttir minnkaði muninn á 26. mínútu, en Blikar svöruðu um hæl er Helga Rut Einarsdóttir skallaði boltann í netið eftir horn.

Blikar héldu áfram að keyra á Akureyringa og áður en hálfleikurinn var úti var staðan orðin 6-1. Berglind skoraði tvö undir lok hálfleiksins og bætti um leið markamet Breiðabliks og er nú komin með 195 mörk fyrir félagið.

Agla María Albertsdóttir komst einnig á blað áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Berglind setti fimmta mark sitt snemma í þeim síðari áður en Henríetta gerði annað mark sitt fyrir Þór/KA.

Samantha Rose Smith og Andrea Rut Bjarnadóttir voru með í gleðinni í Kópavogi með því að skora tvö mörk á síðasta hálftímanum.

Stórsigur hjá Blikum sem fara inn í tvískiptinguna með ellefu stiga forystu. Blikar þurfa tvo sigra í viðbót til að verja titilinn.

Þróttur skoraði fjögur

Þróttur vann Stjörnuna, 4-2, á AVIS-vellinum.

Fimm af sjö mörkum dagsins voru skoruð í fyrri hálfleiknum, en þær Sierre Marie Lelii, Sæunn Björnsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir gerðu mörk Þróttar á meðan Birna Jóhannsdóttir og Snædís María Jörunsdóttir gerðu mörk Stjörnunnar.

Unnur Dóra gulltryggði sigur Þróttara í þeim síðari, en bæði lið verða í efri hlutanum eftir tvískiptingu.

Öruggt hjá Víkingum

Víkingur valtaði yfir fallið lið FHL, 4-0, á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi.

Ashley Clark skoraði á 15. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar sá Candela Gonzalez Domingo rauða spjaldið fyrir að toga í hár andstæðingsins.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Shaina Ashouri bættu við mörkum áður en Ashley Clark kórónaði frábæra frammistöðu Víkinga sem verða í neðri hlutanum í deildinni.

Tiernan hetja Fram

Murielle Tiernan skoraði sigurmark Fram í 1-0 sigri á Val á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.

Tiernan skoraði mark sitt þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka með frábæru skoti eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu.

Valskonur voru tryggðar í efri hlutann á meðan Framarar verða í neðri hlutanum.

Stórsigur FH

FH-ingar unnu þá 4-0 stórsigur á Tindastóli á Sauðárkróksvelli.

Berglind Freyja Hlynsdóttir, Thelma Lóa Hermannsdóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir skoruðu fyrir FH í fyrri hálfleik og þá bætti Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir við fjórða snemma í síðari hálfleik.

FH hafnaði í öðru sæti eftir 22 leikja umferð og fer því örugglega í efri hlutann en Tindastóll í næst neðsta sæti og verður því í neðri hlutanum í síðustu leikjum mótsins.

Breiðablik 9 - 2 Þór/KA
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('13 )
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('23 )
2-1 Henríetta Ágústsdóttir ('26 )
3-1 Helga Rut Einarsdóttir ('28 )
4-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('45 )
5-1 Agla María Albertsdóttir ('45 )
6-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('45 )
7-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('47 )
7-2 Henríetta Ágústsdóttir ('59 )
8-2 Samantha Rose Smith ('66 )
9-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('92 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 4 - 2 Stjarnan
1-0 Sierra Marie Lelii ('20 )
1-1 Birna Jóhannsdóttir ('21 )
2-1 Sæunn Björnsdóttir ('26 )
3-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('32 )
3-2 Snædís María Jörundsdóttir ('37 )
4-2 Unnur Dóra Bergsdóttir ('53 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. 4 - 0 FHL
1-0 Ashley Jordan Clark ('15 )
2-0 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('22 )
3-0 Shaina Faiena Ashouri ('33 )
4-0 Ashley Jordan Clark ('92 )
Rautt spjald: Candela Gonzalez Domingo, FHL ('17) Lestu um leikinn

Fram 1 - 0 Valur
1-0 Murielle Tiernan ('65 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 0 - 4 FH
0-1 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('17 )
0-2 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('20 )
0-3 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('25 )
0-4 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('55 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner