Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 13:04
Kári Snorrason
Segir aðstoðarmann Simeone hafa hrækt á sig
Mynd: EPA
Stuðningsmaður Liverpool sem reifst við Diego Simeone þjálfara Atletico Madrid í gær segir aðstoðarmann Simeone hafa hrækt á sig eftir í kjölfar rauða spjalds Simeone.

Stuðningsmaðurinn greinir frá þessu í færslu á X-síðu sinni. Þar kallar hann jafnframt Simeone heigul fyrir að hafa ekki svarað fyrir atvikið.

Simeone segist hafa fengið að heyra það allan leikinn en hann gekk upp að umræddum stuðningsmanni sem hafði hreytt einhverjum fúkyrðum í átt að honum.

Stuðningsmaðurinn segir þó ekki hafa gert eða sagt neitt annað en að blóta honum og sagði Simeone hafa svarað í sömu mynt þegar Atletico Madrid skoruðu.

Simeone var rekinn af velli eftir samskipti við stuðningsmanninn, eftir sigurmark Virgil van Dijk í uppbótartíma.

„Aðstoðarþjálfarinn hans var líka að ögra okkur fyrir framan okkur og hann var kallaður skíthæll og fleira í þeim dúr. Svo kom þessi aðstoðarþjálfari yfir og hrækti á mig,“ segir hann að lokum.


Athugasemdir
banner