fös 19.sep 2025 18:10 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|

Lið ársins og önnur verðlaun í Lengjudeild kvenna
Tímabilinu í Lengjudeild kvenna lauk fyrir stuttu. ÍBV vann deildina með yfirburðum, en Eyjakonur töpuðu aðeins einum leik í deildinni í allt sumar ásamt því að skora 78 mörk í 18 leikjum. Nýsameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur komst einnig upp eftir dramatískan lokasprett. Fylkir og Afturelding féllu þá niður í 2. deild, en liðin tvö sem féllu úr Bestu deildinni á síðasta ári - Fylkir og Keflavík - riðu ekki feitum hesti í sumar.
Fótbolti.net fékk þjálfara deildarinnar til að velja úrvalslið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta liðið augum en einnig er opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.
Rebekka Sif, efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar, í leik með Gróttu.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guðný Geirsdóttir - ÍBV
Sigríður Emma F. Jónsdóttir - Grindavík/Njarðvík
Emma Nicole Phillips - Grindavík/Njarðvík
Avery Mae Vanderven - ÍBV
Hildur Björk Búadóttir - Grótta
Danai Kaldaridou - Grindavík/Njarðvík
Allison Clark - ÍBV
Makayla Soll - KR
Brookelyn Entz - Grindavík/Njarðvík
Allison Lowrey - ÍBV
Olga Sevcova - ÍBV

Bekkur:
Kaylie Erin Bierman - HK
Maya Camille Neal - KR
Helena Hekla Hlynsdóttir - ÍBV
Rebekka Sif Brynjarsdóttir - Grótta
Isabella Eva Aradóttir - HK
Katla Guðmundsdóttir - KR
Hulda Ösp Ágústsdóttir - Grótta
Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Margrét Rún Stefánsdóttir (Grótta), Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir (Haukar)
Varnarmenn: Ása Björg Einarsdóttir (Grindavík/Njarðvík), Júlía Rán Bjarnadóttir (Grindavík/Njarðvík), Karlotta Björk Andradóttir (HK), Sandra Voitane (ÍBV), Hilda Rún Hafsteinsdóttir (Keflavík), Haylee Rae Spray (Grótta), Hildur Lilja Ágústsdóttir (HK), Valgerður Lilja Arnarsdóttir (HK), Kristrún Ýr Holm (Keflavík), Anna Björk Kristjánsdóttir (KR).
Miðjumenn: Emma Kelsey Starr (Keflavík), Rebekka Sif Brynjarsdóttir (Grótta), Sophia Faith Romine (Grindavík/Njarðvík), Eva María Smáradóttir (KR), Viktorija Zaicikova (ÍBV).
Sóknarmenn: Elísa Birta Káradóttir (HK), Halla Þórdís Svansdóttir (Haukar), Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (Haukar), Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík/Njarðvík), Emilía Lind Atladóttir (HK).
Þjálfari ársins: Gylfi Tryggvason (Grindavík/Njarðvík)
Gylfi var ráðinn fyrsti þjálfari sameinaðs liðs Grindavíkur og Njarðvíkur núna fyrir tæpu ári síðan og hann gerði stórkostlega hluti á sínu fyrsta tímabili með liðið, kom þeim upp í Bestu deildina sem er talsvert meira en búist var við fyrir tímabilið. Áður en hann tók við Grindavík/Njarðvík þá var Gylfi aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK og sá einnig um yngriflokka þjálfun þar. Hann býr yfir góðri reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ og þá er hann mikill áhugamaður um neðri deildirnar í íslenska boltanum, þar sem hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa haldið uppi hlaðvarpsþáttunum Ástríðan sem fjölluðu um neðri deildir karla. Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV, var annar í þessari kosningu en það munaði litlu sem engu á honum og Gylfa.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Jón Óli Daníelsson (ÍBV), Hörður Bjarnar Hallmarsson (Haukar), Dominic Ankers (Grótta), Pétur Rögnvaldsson (HK).
Leikmaður ársins: Allison Lowrey (ÍBV)
Allison var langmarkahæst í Lengjudeildinni í sumar þar sem hún skoraði 25 mörk í 18 leikjum fyrir ÍBV. Hún og Olga Sevcova náðu einstaklega vel saman í fremstu víglínu Eyjaliðsins og var Allison Clark einnig mjög öflug þar fyrir aftan en þær fengu allar atkvæði sem leikmaður ársins. Allison Clark var önnur í valinu. Það er mikið fagnaðarefni fyrir ÍBV að Allison Lowrey verður áfram hjá félaginu í Bestu deildinni á næsta tímabili en lið í efstu deild hafa sýnt henni áhuga í sumar. Besti leikmaður Lengjudeildarinnar verður hins vegar áfram í Eyjum.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Brookelyn Entz (Grindavík/Njarðvík), Allison Clark (ÍBV), Olga Sevcova (ÍBV).
Efnilegust: Rebekka Sif Brynjarsdóttir (Grótta)
Annað árið í röð á Grótta efnilegasta leikmann deildarinnar. Í fyrra var það Arnfríður Auður Arnarsdóttir og núna er það hin 16 ára gamla Rebekka Sif sem er gengin í raðir Nordsjælland í Danmörku. Rebekka hefur lengi vel verið ein efnilegasta fótboltastelpa Íslands þar sem hún er með 23 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur leikið tvo leiki með U19 liðinu þrátt fyrir að vera ekki nema 16 ára. Rebekka Sif, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Brynjars Björns Gunnarssonar, átti frábært sumar með Gróttu.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegasti leikmaður ársins: Katla Guðmundsdóttir (KR), Elísa Birta Káradóttir (HK), Emilía Lind Atladóttir (HK).
Sjá einnig:
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Grindavík/Njarðvík upp í Bestu - „Getur tekið stelpurnar úr Grindavík en þú tekur ekki Grindavík úr stelpunum“
Útsendarar lengi fylgst með Rebekku sem verður fimmti atvinnumaður Gróttu
Athugasemdir