Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   lau 20. september 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona fær Ólympíuleikvanginn gegn PSG
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spánarmeistarar FC Barcelona taka á móti ríkjandi Evrópumeisturum Paris Saint-Germain í deildarkeppni Meistaradeildarinnar 1. október.

Ekki er hægt að spila leikinn á Camp Nou vegna vandamála með skráningu á leikvanginum, en Börsungar hafa á undanförnum árum verið mikið að lenda í slíkum vandræðum þó það sé aðallega með leikmenn.

Það má heldur ekki spila leikinn á Estadi Johan Cruyff vegna þess að hann mætir hvorki stærðar- né öryggiskröfum sem UEFA gerir í Meistaradeildinni.

Leikurinn verður því spilaður á Estadi Olímpic Lluís Companys, Ólympíuleikvanginum í Barcelona.

Börsungar hafa áður nýtt sér þennan leikvang til að hýsa heimaleiki og höfðu hugsað sér að gera það einnig í spænsku deildinni þegar vandamál í kringum skráningu á Camp Nou komu í ljós.

Það hefur þó ekki gengið hingað til vegna annarra bókana á leikvanginum sem er mjög eftirsóttur fyrir hina ýmsu viðburði og hátíðir.

Barca og PSG byrjuðu bæði deildarkeppnina á sigri.

Barca marði Newcastle á útivelli á meðan PSG lagði Atalanta að velli með fjögurra marka mun.
Athugasemdir