Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um frammistöðu Mohamed Salah og segir að þrátt fyrir egypski landsliðsmaðurinn eigi ekki sína bestu leiki þá geti hann alltaf skilað framlagi til liðsins.
„Þegar þú ert einn af þeim bestu þá getur þú enn skilað einhverju til liðsins þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Margir leikmenn skila mörkum og stoðsendingum þegar þeir spila vel en ekki margir af þeim geta komið með eitthvað að borðinu þegar þeir spila ekki vel," segir Slot.
„Mo er hinsvegar þannig leikmaður. Það er erfitt að vera alltaf að skapa og þrátt fyrir að hann sé stundum ekki á deginum sínum, sem er eðlilegt, þá getur hann samt alltaf skorað eða lagt upp. Þess vegna elska stuðningsmenn hann svona mikið."
„Hann getur alltaf gert sérstaka hluti þó liðið sé ekki upp á sitt besta og það gerir hann svona sérstakan. Ég vil helst sjá hann eins og hann var gegn Atletico Madrid því þá var hann svo mikið inn í leiknum og það var unun að horfa á hann."
Liverpool tekur á móti Everton í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Athugasemdir