David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mið 30. október 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp tjáir sig um óánægju aðdáenda sinna
Jurgen Klopp hefur ráðið sig til Red Bull.
Jurgen Klopp hefur ráðið sig til Red Bull.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, ver ákvörðun sína um að taka stöðu sem yfirmaður fótboltamála á heimsvísu hjá Red Bull. Hann segir að þetta verkefni sé fullkomið fyrir sig.

Klopp var níu ár hjá Liverpool eftir að hafa stýrt Mainz og Borussia Dortmund í heimalandinu. Stuðningsmenn hans í Þýskalandi eru margir óánægðir með þá ákvörðun að ráða sig til Red Bull.

Leipzig, sem er undir Red Bull samsteypunni, er mjög umdeilt félag í Þýskalandi. Félög í Þýskalandi eru í meirihlutaeigu stuðningsmanna en Leipzig beygir framhjá þessum reglum og félagið er óvinsælt meðal almennra fótboltaáhugamanna í landinu. Með hjálp orkudrykkjarisans þá stökk félagið upp í efstu deild.

Stuðningsmenn Mainz mótmæltu þeirri ákvörðun Klopp að ráða sig hjá Red Bull en hann var átján ár hjá Mainz, fyrst sem leikmaður og síðan þjálfari. Stuðningsmenn Dortmund hafa líka látíð óánægju sína í ljós.

„Maður getur ekki tekið ákvarðanir eftir því hver viðbrögðin hugsanlega verða. Ég er 57 ára og get unnið í fleiri ár. En ég sé mig ekki vera á hliðarlínunni í bili. Ég vildi samt halda áfram að vinna og þetta tækifæri frá Red Bull var kjörið fyrir mig," segir Klopp.

Klopp starfar sem ákverðinn ráðgjafi fyrir Red Bull félögin í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og Austurríki. Hann er ekki á skrifstofunni dags daglega.

„Ég vil ekki stíga á neinar tær, ég elska öll fyrrum félög mín. En ég veit ekki hvað ég hefði getað gert svo allir væru sáttir."
Athugasemdir
banner
banner