David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mið 30. október 2024 12:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Sjötti stóri titillinn á ferlinum - „Ekki hægt að undirstrika nóg hversu góð áhrif hann hafði"
Varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á sunnudag.
Varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann úrslitaleik á Víkingsvelli, Anton talar um svipaða tilfinningu og að vinna bikarúrsltialeik.
Breiðablik vann úrslitaleik á Víkingsvelli, Anton talar um svipaða tilfinningu og að vinna bikarúrsltialeik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti markmaður mótsins.
Besti markmaður mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég myndi halda að þetta tímabil, '22 og '17 hafi verið þrjú bestu'
'Ég myndi halda að þetta tímabil, '22 og '17 hafi verið þrjú bestu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halli Björns kom frábærlega inn í þjálfarateymi Breiðabliks og fær mikið lof frá Antoni.
Halli Björns kom frábærlega inn í þjálfarateymi Breiðabliks og fær mikið lof frá Antoni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábært tímabil hjá Mosfellingnum.
Frábært tímabil hjá Mosfellingnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er algjör snilld að vinna titla'
'Það er algjör snilld að vinna titla'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik varð á sunnudag Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Víking í úrslitaleik um titilinn. Leikurinn endaði 0-3 og eftir leik fékk Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, afhendan Gullhanskann, verðlaun fyrir að hafa verið sá markmaður sem hélt oftast hreinu á tímabilinu.

Anton Ari ræddi við Fótbolta.net um sumarið og ýmislegt annað.

Anton Ari fagnaði ekki of lengi á sunnudagskvöldið því hann var mættur í skólann strax á mánudagsmorgun. „Við fögnuðum saman, matur fyrir okkar í Smáranum og stuðningsmenn mættu í stúkuna á Kópavogsvelli og við kíktum til þeirra. Ég fór þokkalega snemma heima, var mættur í skólann fyrir klukkan átta morguninn eftir," segir Anton sem er að læra flugumferðarstjórann.

„Ég drekk ekki og er frekar lítill djammkall, þannig það að vera rólegur var ekkert stórmál fyrir mig, hefði kannski verið öðruvísi fyrir meira partýljón en ég er."

Mikið talað um leikinn í Garðabæ
Anton Ari var besti markvörður Bestu deildarinnar 2024, hélt oftast hreinu og var valinn í lið ársins.

„Ég var að fíla mig fínt, leið nokkuð vel. Aðdragandinn að tímabilinu var svolítið öðruvísi í ár af því við spiluðum svo langt inn í veturinn í fyrra, fríið kom seinna og við byrjuðum seinna að æfa. Tímabilið einhvern veginn skall bara á, maður er vanari miklu lengri undirbúningstímabilum. Það var ágætt að stytta í þessu, ágætis tilbreyting."

„Það var ekki einhver einn tímapunktur þar sem mér fannst hlutirnir vera að smella, þetta rúllaði fínt frá því að við byrjuðum tímabilið. Það var reyndar oft minnst á hálfleikinn á móti Stjörnunni í Garðabæ. Við vorum alls ekki góðir í fyrri hálfleik, ekki að gera það sem við ætluðum að gera, hlutirnir einhvern veginn skrítnir. Í seinni hálfleik mættum við töluvert kraftmeiri til leiks og okkur fannst við klaufar að vinna ekki. Við reyndum að minna hvern annan á hvað það getur munað miklu hvernig hugarfarið er með því að horfa í sitt hvorn hálfleikinn gegn Stjörnunni. Sá leikur var oft nefndur, talað um að halda áfram að vera eins og við vorum í seinni hálfleik."

„Um þetta leyti duttum við úr leik í Evrópu, þannig minnkaði álagið og einbeitingin öll á deildina. Þó að maður vilji alltaf fara eins langt og maður getur í Evrópu, þá eflaust hjálpaði að detta út."


Leið lygilega vel
Varstu viss fyrir úrslitaleikinn að þið væruð að fara vinna?

„Mér leið nefnilega alveg lygilega vel, sem reyndar gerði mig svolítið stressaðan því að yfirleitt þegar mér líður svona vel þá gengur ekkert sérstaklega vel. Þegar ég kem inn í leiki mjög slakur á því. þá gengur ekki alltaf eins og manni líður. Ég hugsaði því hvort þetta væru vond fyrirheit."

Svolítið eins og að fagna bikartitli
Á sunnudaginn varð Anton Ari Íslandsmeistari í fjórða skiptið, varð tvisvar meistari með Val og nú orðið tvisvar meistari með Breiðabliki. Er öðruvísi tilfinning að verða meistari eftir úrslitaleik?

„Alveg pottþétt. Tilfinningin að verða bikarmeistari, augnablikið, er eiginlega skemmtilegri tilfinning en að verða Íslandsmeistari, ég hef heyrt fleiri tala um þetta. Þegar ég varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þá unnum við í Val Fjölni á heimavelli, vorum ekkert að keppa við Fjölni um titilinn. Í seinna skiptið vorum við að keppa við Keflavík en vorum ekki að keppa við Keflavík um titilinn. Svo fyrsti titilinn með Blikum, þá vorum við ekki að spila sjálfir þegar við urðum meistarar, horfðum á okkur verða meistara."

„Þetta var því meira eins og bikarúrslitaleiks tilfinningin, ert að keppa á móti liðinu og verða meistari á móti andstæðingnum sem er að berjast um titilinn. Það er meiri sigurtilfinning að vinna andstæðinginn um titilinn frekar en einhverja aðra."

„Ég er svolítið ennþá að taka þetta inn. Í hin skiptin sem ég hef orðið meistari hef ég oft verið allt fríið að kveikja á perunni að við hefðum unnið. Ég man eftir augnabliki í fríi að fleta í gegnum .net og sé íslensku stöðutöfluna. Mótið var löngu búið en taflan var ennþá, sá liðið mitt efst og það minnti mann á að við hefðum unnið."


Eitt af þremur bestu tímabilunum
Var þetta besta tímabil Antons Ara á ferlinum?

;,Ég er örugglega versti maðurinn til að spyrja um svona, man svo lítið. Ég myndi halda að þetta tímabil, '22 og '17 hafi verið þrjú bestu, en ég gæti ekki sagt hvort eitthvað eitt af þeim hafi verið betra en annað."

Dramatískur sigur á afmælisdaginn
Var eitthvað augnablik, einhver leikur minnisstæðari en annar?

„Leikurinn uppi á Skaga kannski. Það var mjög erfiður leikur, lentum undir þar en náðum að jafna og skora sigurmarkið alveg undir lokin. Ég hugsaði þá að það væri drulluerfitt að eiga við okkur. Það var hálftími eftir, við vorum undir, en ég hugsaði að við værum alltaf að fara græja þetta. Ég átti afmæli þann dag, kannski spilar það inn í að eg man sterkt eftir þessu. Sigurmark undir lokin á afmælisdaginn, dramatískt," segir Anton Ari sem var í liði umferðarinnar eftir frammistöðu sína i þeim leik.

Heimsklassa markmannsþjálfari
Fyrir tímabilið urðu breytingar á þjálfarateyminu hjá Breiðabliks, Haraldur Björnsson tók við sem markmannsþjálfari liðsins.

„Hann kom ekkert eðlilega vel inn í þetta. Heimsklassa markmannsþjálfari og eiginlega erfitt að útskýra hversu góð áhrif hann kemur með inn í hópinn, ekki bara fyrir okkur markmenn heldur alla í hópnum. Hann er alltaf að græja og gera fyrir okkur, passar t.d. upp á að við séum vel nærðir eftir leiki og gengur í öll mál mjög jákvæður. Það er þvílíkt góð ára í kringum hann sem smitast út í allan hópinn. Fyrir utan hvað hann gerir fyrir okkur markmennina, þá er hann þvílíkt mikilvægur fyrir hópinn," segir Anton og tekur fram að einhver dæmi geti í raun ekki lýst mikilvægi Halla.

„Það kom mér virkilega á óvart hvað það gekk vel hjá honum að koma inn í nýtt hlutverk. Þetta var í fyrsta sinn sem hann er að þjálfa en þetta var ekkert eðlilega náttúrulegt. Tilfinningin var sú að hann hefði ekki gert annað í fleiri fleiri ár. Það er ekki hægt að undirstrika nóg hversu góð áhrif hann hafði bæði á mig og svo allan hópinn."

„Ég tek ekkert af Valda eða Óla P, þeim sem voru á undan, Halli spilaði bara öðruvísi rullu en þeir höfðu gert. Ég persónulega er frekar hlédrægur og ég held það henti mér ótrúlega vel að vera með Halla sem markmannsþjálfarann minn. Við erum kannski alveg ekki Yin og Yang, en hann er allt öðruvísi en ég og ég held að það henti mér mjög vel. Ég held að ég gæti t.d. aldrei verið markmannsþjálfarinn minn, ef ég get útskýrt það þannig, það myndi bara ekki ganga upp."


Elskar að vinna titla
Titilinn á sunnudag var sá sjötti á ferli markvarðarins, fjórir Íslandsmeistaratitlar og tveir bikartitlar. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann elskaði að vinna titla.

„Já, auðvitað," sagði Anton Ari og hló. „Fer maður ekki í hvern einasta leik til að vinna? Og ef það gengur þokkalega þá endar maður öðru hvoru á því að vinna titil. Þannig já, það er algjör snilld að vinna titla."
Athugasemdir
banner
banner