PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   mán 28. október 2024 11:45
Innkastið
Úrvalslið ársins í Bestu deildinni 2024
Ísak Snær Þorvaldsson er í liði ársins.
Ísak Snær Þorvaldsson er í liði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson hlaut gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu.
Anton Ari Einarsson hlaut gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson er markakóngur.
Benoný Breki Andrésson er markakóngur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu var opinberað val á liði ársins í Bestu deild karla 2024. Þetta er þrettánda árið í röð sem Fótbolti.net velur úrvalslið tímabilsins í efstu deild karla.



Anton Ari Einarsson - Breiðablik
Í þriðja sinn sem Anton er í liði ársins. Hans fjórði Íslandsmeistaratitill er kominn í hús. Hann hélt hreinu alls níu sinnum í sumar og fær gullhanskann. Átti stöðugt og gott tímabil þar sem hann var kóngur í eigin vítateig.

Karl Friðleifur Gunnarsson - Víkingur
Mikilvægi hans fyrir Víking sést bersýnilega þegar tölfræðin er skoðuð og hann kom að undirbúningi fjölmargra marka fyrir Víkinga í sumar. Var góður í gegnum allt tímabilið.

Gunnar Vatnhamar - Víkingur
Færeyski landsliðsmaðurinn er algjör lykilmaður í liði Víkings og er í liði ársins líkt og í fyrra. Stendur alltaf fyrir sínu.

Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik
Það hefur hentað honum vel að Blikar hafa farið aðeins aftar í sínum leikstíl. Einhverjar efasemdarraddir heyrðust fyrir tímabilið en hann slökkti á þeim öllum. Frábært tímabil og skoraði að auki þrjú mörk.

Johannes Vall - ÍA
Rosalega mikilvægur í sóknarlek Skagans og á baneitraðar sendingar. Góður varnarlega og rosalega góður sóknarlega. Stór ástæða fyrir því að ÍA átti Evrópudrauma stærstan hluta sumarsins.

Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik
Fór inn á miðjuna og það breytti mjög miklu. Í gegnum allt mótið var hann frábær og dalaði aldrei. Alls ellefu sinnum í Sterkasta liði umferðarinnar. Fyrirmynd innan sem utan vallar. Fjórða árið í röð sem hann er í liði ársins!

Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur
Kom af miklum krafti inn í liðið eftir að Pablo Punyed meiddist. Hjálpaði Víkingum að halda dampi og sýndi gæði sín ítrekað. Þakið er hátt hjá þessum tvítuga leikmanni.

Gylfi Þór Sigurðsson - Valur
Mætti í Bestu deildina og þegar hann var heill og í gírnum þá sýndi hann bersýnilega að hann er betri en aðrir í þessari deild. Vonandi verður hann áfram í deildinni á næsta tímabili.

Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Þegar hann komst í form var hann martröð fyrir varnarlínur andstæðingana. Þvílíkt erfitt að eiga við hann, er alltaf að. Algjör lykilmaður í þessum Íslandsmeistaratitli og fór með himinskautum í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði tvö mörk. Var einnig í liði ársins 2022.

Viktor Jónsson - ÍA
Átján mörk skoruð og leiddi línu Skagamanna af mikilli sæmd. Kæfði þá umræðu um að hann gæti ekki skorað í efstu deild. Var ótrúlega flottur í sumar, hann og Hinrik Harðarson ná vel saman.

Benoný Breki Andrésson - KR
Klárar markakóngstitilinn og sló markamet. 21 mark. Virkilega spennandi leikmaður. Það dýrmætasta í fótbolta er að skora mörk og hann getur það svo sannarlega. Nítján ára gamall og er að öllum líkindum á leið í atvinnumennskuna.

Varamannabekkur:
Ingvar Jónsson - Víkingur
Damir Muminovic - Breiðablik
Daníel Hafsteinsson - KA
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
Óli Valur Ómarsson - Stjarnan
Valdimar Þór Ingimundarson - Víkingur
Ari Sigurpálsson - Víkingur
Patrick Pedersen - Valur

Sjá einnig:
Lið ársins 2023
Lið ársins 2022
Lið ársins 2021
Lið ársins 2020
Lið ársins 2019
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Athugasemdir
banner
banner