Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 31. mars 2021 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Ísland lauk leik - Hjörtu Englendinga brotin
Icelandair
Brynjólfur Andersen Willumsson og Matteo Guendouzi.
Brynjólfur Andersen Willumsson og Matteo Guendouzi.
Mynd: Getty Images
Curtis Jones skoraði fyrir enska U21 landsliðið en það dugði ekki til.
Curtis Jones skoraði fyrir enska U21 landsliðið en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Ísland U21 0 - 2 Frakkland U21
0-1 Matteo Guendouzi (f) ('17 )
0-2 Odsonne Édouard ('38 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland lauk í dag leik í riðlakeppni U21 Evrópumótsins og er það ljóst að liðið mun ekki taka þátt í átta-liða úrslitunum.

Íslenska liðið hafði tapað báðum leikjum sínum í riðlinum fyrir leikinn gegn ógnarsterku liði Frakklands í dag. Ísland þurfti að vinna leikinn með að minnsta kosti tveimur mörkum til að eiga möguleika á að komast áfram.

Ísland byrjaði ágætlega í leiknum en það voru Frakkar sem komust yfir á 17. mínútu. Matteo Guendouzi, miðjumaður Hertha Berlín í Þýskalandi, skoraði þá eftir að hafa fengið boltann aleinn á teignum. Kolbeinn Þórðarson gleymdi sér í því að hlaupa til baka og var Guendouzi einn í teignum.

Odsonne Edouard bætti svo öðru marki fyrir Frakka fyrir lok seinni hálfleiks. Hann fékk sendingu inn fyrir íslensku vörnina og kláraði stórkostlega yfir Elías Rafn Ólafsson.

Mikael Neville Anderson komst í þröngt skotfæri eftir rétt tæplega klukkutíma leik eftir fína sókn en það var auðveldlega varið. Frakkar voru alltaf yfirhöndina og lokatölur frá Györ 2-0 fyrir Frakkland sem kemst upp úr riðlinum ásamt Danmörku. Íslendingar geta þó verið nokkuð sáttir með sig eftir þennan leik gegn gríðarlega sterku liði Frakklands.

Danir unnu Rússland 2-0 á sama tíma og vinna riðilinn með fullt hús stiga. Frakkar hafna í öðru sæti með sex stig.

England vann sinn fyrsta leik en það dugði ekki
England er úr leik á mótinu, rétt eins og Ísland. England náði í sín fyrstu stig á mótinu í dag með því að vinna 2-1 sigur á Króatíu. Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace, og Curtis Jones, leikmaður Liverpool, skoruðu mörk Englands.

England var á leiðinni áfram í stöðunni 2-0 en Króatía minnkaði muninn undir lokin og við það brotnuðu hjörtu Englendinga. Króatía fer áfram á markatölu í innbyrðis viðureignum en Portúgal fer einnig áfram úr þessum riðli með fullt hús. Portúgal burstaði Sviss í dag.

Króatía 1 - 2 England
0-1 Eberechi Eze ('12 , víti)
0-2 Curtis Jones ('74 )

Danmörk 2 - 0 Rússland
1-0 Jacob-Bruun Larsen ('10 )
2-0 Anders Dreyer ('11 )

Sviss 0 - 3 Portúgal
0-1 Diogo Queiros ('3 )
0-2 Francisco Trincao ('60 )
0-3 Conceicao Chico ('65 )
Rautt spjald: Miro Muheim, Sviss ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner