Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 31. mars 2023 13:47
Elvar Geir Magnússon
Skýrist í dag hvort Haaland geti spilað gegn Liverpool
Foden frá næstu vikurnar
Staðan á sóknarmanninum Erling Haaland hjá Manchester City verður skoðuð eftir æfingu í dag. Þá verður ákveðið hvort hann geti spilað gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Frá þessu greindi Pep Guardiola, stjóri City, á fréttamannafundi í dag. Haaland var ekki með norska landsliðinu í liðnum glugga vegna nárameiðsla sem hann hlaut í bikarleik City gegn Burnley.

Á fundinum kom einnig í ljós að Phil Foden verður frá í um þrjár vikur en hann gekkst undir botnlangaaðgerð á sunnudag.

„Erling er á batavegi. Við æfum og sjáum hvernig staðan er. Læknarnir og leikmaðurinn munu sjá hvernig þetta fer," segir Guardiola.

Hann var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að taka áhættu með því að spila honum tæpum?

„Lífið er áhætta. Á þessu stigi verðum við að taka áhættur."

Haaland kom til City frá Borussia Dortmund í júní en hann hefur skorað 42 mörk í 37 leikjum á þessu tímabili, þar af 28 í 26 úrvalsdeildarleikjum. City er átta stigum á eftir toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir