Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   sun 31. mars 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tímabilinu lokið hjá Lascelles
Mynd: Getty Images

Jamaal Lascelles fyrirliði Newcastle hefur lokið leik á þessu tímabili en hann verður frá í sex til níu mánuði eftir að hafa meiðst á hné í sigri Newcastle gegn West Ham í gær.


Það eru mikil meiðslavandræði í hópi liðsins og er þetta því gríðarlegt áfall en Sven Botman er að kljást við svipuð meiðsli.

Lascelles mun gangast undir aðgerð á næstu dögum en Newcastle sendi frá sér tilkynningu.

„Eftir að hafa hitt sérfræðing er búist við því að hann fari í aðgerð í næstu viku og verði frá í sex til níu mánuði. Allir hjá Newcastle óska honum góðs bata," segir í yfirlýsingunni.

Nick Pope, Joelinton, Callum Wilson og Kieran Trippier eru meðal leikmanna sem eru á meiðslalistanum hjá félaginu. Þá er Anthony Gordon í banni í næsta leik eftir að hafa nælt sér í ódýrt rautt spjald í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner