Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 31. maí 2020 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta þrenna Sancho súrsæt: Við erum sterkari saman
Jadon Sancho fór á kostum þegar Borussia Dortmund vann 6-1 sigur á Paderborn í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Englendingurinn skoraði þrennu fyrir Dortmund og er það hans fyrsta þrenna í aðalliðsfótbolta.

Eftir að hafa komið boltanum í netið minntist Sancho, George Floyd, sem var myrtur af lögreglumanni í Bandaríkjunum á dögunum. Málið hefur vakið óhug um allan heim og mikið hefur verið mótmælt í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins.

Sancho segir að fyrsta þrennan á ferlinum hafi verið súrsæt. „Þetta er súrsætt fyrir mig þar sem það eru mikilvægari mál í gangi í heiminum sem við þurfum að hjálpa til við að breyta," skrifar Sancho á samfélagsmiðlum.

„Við verðum að koma saman sem eitt og berjast fyrir réttlæti. Við erum sterkari saman."

Sjá einnig:
Birtingarmynd djúpstæðs kynþáttamisréttis (RÚV)


Athugasemdir